Isavia / Keflavíkurflugvöllur
Isavia / Keflavíkurflugvöllur
Isavia / Keflavíkurflugvöllur

Spennandi tækifæri fyrir bifvéla- eða vélvirkja

Við leitum eftir öflugum og jákvæðum bifvéla- eða vélvirkja í teymi starfsfólks á vélaverkstæði fyrirtækisins á Keflavíkurflugvelli. Vélaverkstæðið er staðsett í þjónustuhúsi Keflavíkurflugvallar á eystra hlaði. Starfsfólk vélaverkstæðis sér um fjölda krefjandi og skemmtilegra verkefna í líflegu umhverfi. Um er að ræða fullt starf á dagvinnutíma mán-fös.

Vélaverkstæði er hluti af Flugvallarþjónustu Keflavíkurflugvallar sem annast daglegan rekstur athafnasvæða flugvallarins. Um 100 einstaklingar starfa innan deilda flugvallarþjónustu, þar af eru 11 starfsmenn á vélaverkstæði. Helstu verkefni vélaverkstæðis eru viðhald og viðgerðir á tækjakosti flugvallaþjónustu og farþegaaksturs.

Helstu verkefni:

  • Viðgerðir, viðhald og eftirlit á bílum, vélum og tækjum flugvallarins.
  • Skráning í viðhaldsbækur.
  • Nýsmíði í málmi, rennismíð, suðuvinna og viðgerðir á gömlu efni.
  • Þátttaka í vetrar- og sumarvinnu flugvallarþjónustu eftir þörfum.
  • Önnur verkefni sem snúa að viðhaldi og rekstri flugvallarins.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Vinnuvélaréttindi eru kostur.
  • Menntun í bifvélavirkjun eða annarri sambærileg menntun sem nýtist í starfi.
  • Haldgóð reynsla í viðgerðum bíla, véla og stærri tækja. Reynsla af rafmagns-, glussa- og tölvukerfum í bílum og tækjum er kostur.
  • Góð tölvuþekking

Starfsstöð er á Keflavíkurflugvelli

Isavia er vinnustaður þar sem við sýnum hvert öðru virðingu og erum heiðarleg gagnvart sjálfum okkur og öðrum. Við gætum þess að viðhalda gleðinni, erum hugrökk, uppbyggileg og tökum ábyrgð á eigin frammistöðu. Saman náum við árangri.

Við bjóðum upp á hollan og góðan mat í mötuneytum okkar og allt starfsfólk hefur aðgang að heilsu- og líkamsræktarstöðvum sér að kostnaðarlausu.

Umsóknarfrestur er til og með 17. nóvember 2024.

Frekari upplýsingar um starfið veitir Kristján Karl Meekosha, verkstæðisformaður, kristjan.meekosha@isavia.is

Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið.

Við hvetjum áhugasama aðila, án tillits til kyns og uppruna, til að sækja um.

Auglýsing birt5. nóvember 2024
Umsóknarfrestur17. nóvember 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Keflavíkurflugvöllur, 235 Reykjanesbær
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.BifvélavirkjunPathCreated with Sketch.RennismíðiPathCreated with Sketch.Vélvirkjun
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar