
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Velferðasvið ber ábyrgð á áætlanagerð, samhæfingu og samþættingu verkefna á sviði velferðarþjónustu, eftirliti í samræmi við lög, reglur, samþykktir og pólitíska stefnu í velferðarmálum, mat á árangri og þróun velferðarþjónustu og nýrra úrræða og gerð þjónustusamninga um framkvæmd þjónustunnar. Velferðarsvið býr Reykjavíkurborg ennfremur undir að taka við nýjum velferðarverkefnum frá ríki svo sem í málefnum fatlaðra, öldrunarþjónustu og heilsugæslu.
Velferðarsvið ber ábyrgð á framkvæmd þjónustu á sviði velferðarmála, þar með talinni félagsþjónustu fyrir alla aldurshópa og barnavernd. Velferðarsvið ber ábyrgð á rekstri þjónustumiðstöðva Reykjavíkurborgar og starfseininga sem undir þær heyra. Velferðarsvið vinnur með velferðarráði og barnaverndarnefnd og sinnir málefnum þeirra. Þjónustumiðstöðvar vinna með hverfaráðum í hverfum borgarinnar.
Velferðarsvið sér einnig um rekstur miðlægrar velferðarþjónustu þvert á borgina, átaksverkefna vegna endurhæfingar fólks, heildstæðu forvarnastarfi í Reykjavík, inntöku í húsnæðis- og búsetuúrræði, rekstur hjúkrunarheimila, rekstur framleiðslueldhúss og rekstur heimahjúkrunar í Reykjavík samkvæmt samningi við ríkið þar um.

Spennandi starf stuðningsráðgjafa í búsetuþjónustu
Austurmiðstöð óskar eftir að ráða stuðningsráðgjafa í 90% stöðu í íbúðakjarna.
Um er að ræða íbúðakjarna sem í eru 5 einstaklingsíbúðir fyrir fólk með fötlun, 40 ára og eldri í Grafarholti, nánar tiltekið Þórðarsveigi 1.
Þjónustan er í stöðugri þróun og mun stuðningsráðgjafi taka virkan þátt í uppbyggingunni.
Unnið er eftir hugmyndafræði um þjónandi leiðsögn með það að markmiði að efla sjálfstætt líf einstaklinga.
Um er að ræða vaktavinnu (dag- og kvöldvaktir – önnur hver helgi).
Helstu verkefni og ábyrgð
Sinna faglegu starfi í samstarfi og samráði við íbúa, forstöðumann og deildarstjóra.
Veita samstarfsstarfsmönnum leiðsögn og tilsögn um framkvæmd þjónustu.
Sinna einstaklingsmiðaðri þjónustu og aðstoða íbúa við allar daglegar athafnir.
Þátttaka í gerð og eftirfylgd einstaklingsáætlana.
Tekur virkan þátt í þróunar- og uppbyggingarvinnu.
Samvinna við starfsfólk, aðstandendur og aðra þjónustuaðila íbúa.
Stuðla að virkni, velferð og vellíðan þjónustunotenda.
Önnur verkefni samkvæmt starfslýsingu og sem yfirmaður felur starfsmanni.
Menntunar- og hæfniskröfur
Háskólamenntun sem nýtist í starfi á sviði félags-, heilbrigðis- eða menntavísinda
Þekking og reynsla af starfi með fötluðum einstaklingum og/eða öldruðum.
Reynsla af stjórnun kostur.
Reynsla og þekking af teymisvinnu æskileg.
Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum.
Sveigjanleiki og hæfni í mannlegum samskiptum.
Góð íslenskukunnátta (B2 eða hærra samkvæmt samevrópskum matsramma).
Ökuréttindi B.
Hreint sakavottorð í samræmi við lög, sem og reglur Reykjavíkurborgar.
Fríðindi í starfi
Laun samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og Sameykis.
Auglýsing stofnuð26. maí 2023
Umsóknarfrestur11. júní 2023
Starfstegund
Staðsetning
Þórðarsveigur 1, 113 Reykjavík
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (9)

Ráðgjafi í málaflokki eldra fólks
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið Reykjavík 16. júní Fullt starf

Hjúkrunarfræðingur í heimahjúkrun
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið Reykjavík 20. júní Fullt starf (+1)

Barnavernd Reykjavíkur - Eftirlit
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið Reykjavík 20. júní Hlutastarf

Spennandi starf við stoðþjónustu
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið Reykjavík 16. júní Hlutastarf (+1)

Stuðningsfulltrúi - Búsetukjarni Grafarvogi
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið Reykjavík 15. júní Fullt starf (+2)

Skemmtilegt sumarstarf
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið Reykjavík 13. júní Fullt starf (+2)

Stuðningsfulltrúi í Skipholti
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið Reykjavík 13. júní Fullt starf

Starfsfólk til starfa við heimastuðning
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið Reykjavík 14. júní Fullt starf

Teymisstjóri í heimahjúkrun
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið Reykjavík 9. júní Fullt starf
Sambærileg störf (12)

Sjúkraliði óskast til starfa í 90% starf
Dea Medica Reykjavík 20. júní Fullt starf

Skóla- og frístundaliðar í Krakkaberg - Setbergsskóli
Hafnarfjarðarbær Hafnarfjörður 25. júní Hlutastarf

Seltjörn hjúkrunarheimili óskar eftir starfsfólki
Seltjörn hjúkrunarheimili Seltjarnarnes Fullt starf (+1)

Starfsmaður á heimili fatlaðs fólks
Kópavogsbær Kópavogur 18. júní Fullt starf

22ja ára strák vantar aðstoðarvin
NPA miðstöðin Kópavogur Hlutastarf

Aðstoðarkona óskast í hlutastarf
NPA miðstöðin Kópavogur 27. júní Hlutastarf

Vantar hressa, jákvæða konu í hópinn minn. Ert það þú?
NPA miðstöðin Kópavogur Fullt starf (+1)

Sjúkraliði- Heimahjúkrun HH
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins Garðabær 19. júní Fullt starf (+1)

Næturvaktir
Grund dvalar- og hjúkrunarheimili Reykjavík 19. júní Fullt starf (+1)

Aðstoðarfólk sem getur hafið störf strax
NPA miðstöðin Kópavogur Fullt starf (+1)

Ráðgjafi hjá Klettabæ
Klettabær Hafnarfjörður 21. júní Sumarstarf (+2)

Aðstoðarfólk vantar á Akureyri!
NPA miðstöðin 30. júní Fullt starf
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.