Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Velferðasvið ber ábyrgð á áætlanagerð, samhæfingu og samþættingu verkefna á sviði velferðarþjónustu, eftirliti í samræmi við lög, reglur, samþykktir og pólitíska stefnu í velferðarmálum, mat á árangri og þróun velferðarþjónustu og nýrra úrræða og gerð þjónustusamninga um framkvæmd þjónustunnar. Velferðarsvið býr Reykjavíkurborg ennfremur undir að taka við nýjum velferðarverkefnum frá ríki svo sem í málefnum fatlaðra, öldrunarþjónustu og heilsugæslu. Velferðarsvið ber ábyrgð á framkvæmd þjónustu á sviði velferðarmála, þar með talinni félagsþjónustu fyrir alla aldurshópa og barnavernd. Velferðarsvið ber ábyrgð á rekstri þjónustumiðstöðva Reykjavíkurborgar og starfseininga sem undir þær heyra. Velferðarsvið vinnur með velferðarráði og barnaverndarnefnd og sinnir málefnum þeirra. Þjónustumiðstöðvar vinna með hverfaráðum í hverfum borgarinnar. Velferðarsvið sér einnig um rekstur miðlægrar velferðarþjónustu þvert á borgina, átaksverkefna vegna endurhæfingar fólks, heildstæðu forvarnastarfi í Reykjavík, inntöku í húsnæðis- og búsetuúrræði, rekstur hjúkrunarheimila, rekstur framleiðslueldhúss og rekstur heimahjúkrunar í Reykjavík samkvæmt samningi við ríkið þar um.
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Spennandi starf stuðningsráðgjafa í búsetuþjónustu

Austurmiðstöð óskar eftir að ráða stuðningsráðgjafa í 90% stöðu í íbúðakjarna.

Um er að ræða íbúðakjarna sem í eru 5 einstaklingsíbúðir fyrir fólk með fötlun, 40 ára og eldri í Grafarholti, nánar tiltekið Þórðarsveigi 1.

Þjónustan er í stöðugri þróun og mun stuðningsráðgjafi taka virkan þátt í uppbyggingunni.

Unnið er eftir hugmyndafræði um þjónandi leiðsögn með það að markmiði að efla sjálfstætt líf einstaklinga.

Um er að ræða vaktavinnu (dag- og kvöldvaktir – önnur hver helgi).

Helstu verkefni og ábyrgð
Sinna faglegu starfi í samstarfi og samráði við íbúa, forstöðumann og deildarstjóra.
Veita samstarfsstarfsmönnum leiðsögn og tilsögn um framkvæmd þjónustu.
Sinna einstaklingsmiðaðri þjónustu og aðstoða íbúa við allar daglegar athafnir.
Þátttaka í gerð og eftirfylgd einstaklingsáætlana.
Tekur virkan þátt í þróunar- og uppbyggingarvinnu.
Samvinna við starfsfólk, aðstandendur og aðra þjónustuaðila íbúa.
Stuðla að virkni, velferð og vellíðan þjónustunotenda.
Önnur verkefni samkvæmt starfslýsingu og sem yfirmaður felur starfsmanni.
Menntunar- og hæfniskröfur
Háskólamenntun sem nýtist í starfi á sviði félags-, heilbrigðis- eða menntavísinda
Þekking og reynsla af starfi með fötluðum einstaklingum og/eða öldruðum.
Reynsla af stjórnun kostur.
Reynsla og þekking af teymisvinnu æskileg.
Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum.
Sveigjanleiki og hæfni í mannlegum samskiptum.
Góð íslenskukunnátta (B2 eða hærra samkvæmt samevrópskum matsramma).
Ökuréttindi B.
Hreint sakavottorð í samræmi við lög, sem og reglur Reykjavíkurborgar.
Fríðindi í starfi
Laun samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og Sameykis.
Auglýsing stofnuð26. maí 2023
Umsóknarfrestur11. júní 2023
Starfstegund
Staðsetning
Þórðarsveigur 1, 113 Reykjavík
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.