Læknastöðin Orkuhúsinu
Hjá Læknastöðinni í Orkuhúsinu starfa tæplega 60 manns og er sérhæfing okkar bæklunarlækningar. Árlega leita til okkar rúmlega 20.000 einstaklingar og eru framkvæmdar um 5.000 aðgerðir á ári. Við leggjum metnað okkar í að veita sem besta þjónustu við sjúklinga og bjóðum upp á líflegt og gefandi starfsumhverfi.
Sótthreinsitæknir óskast til starfa
Við hjá Læknastöðinni Orkuhúsinu leitum að jákvæðum og duglegum einstakling í starf sótthreinsitæknis til starfa með skurðstofuteymi fyrirtækisins.
Um er að ræða fullt starf og æskilegt er að viðkomandi geti hafið starf sem fyrst. Vinnutími miðast við að vera frá kl. 9-17 alla virka daga.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Taka á móti verkfærum, þurrka og pakka í tínur
- Taka úr áhaldaþvottavélum og ganga frá
- Setja verkfæri í autoclava
- Taka úr autoclava og ganga frá verkfærum á viðeigandi staði
- Útbúa sterila pakka
- Fylla á skurðstofuskápa af lager
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun sem sótthreinsitæknir er kostur
- Starfsreynsla sem sótthreinsitæknir er kostur
- Faglegur metnaður
- Góð samskiptahæfni
- Sjálfstæði í vinnubrögðum
- Íslenskukunnátta er mikill kostur, en ef einstaklingur talar ekki íslensku er skilyrði að hann geti tjáð sig auðveldlega og skilið ensku.
Auglýsing birt6. nóvember 2024
Umsóknarfrestur25. nóvember 2024
Tungumálahæfni
Enska
Mjög góðNauðsyn
Íslenska
MeðalhæfniNauðsyn
Staðsetning
Urðarhvarf 8, 203 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiMannleg samskiptiSjálfstæð vinnubrögðStundvísiUppvaskÞjónustulundÞrif
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (2)
Sambærileg störf (12)
Vakststjóri Dalslaug
Reykjavíkurborg
Íbúð - Húsvarsla
Tónmenntaskóli Reykjavíkur
Akranes - Ræstingar / Cleaning
Nýþrif ehf
Spennandi starf við ræstingar á Akureyri
Hreint ehf
Join Our Housekeeping Team at Bus Hostel Reykjavik!
Bus Hostel Reykjavik
Specialized cleaning
Sólar ehf
Aðstoðarmaður í eldhús
Aðalþing leikskóli
Skóla- og frístundaliði í baðvörslu - Hraunvallaskóli
Hafnarfjarðarbær
Kitchen assistant - breakfast service and cleaning
Hótel Eyja ehf.
Starf í þrifadeild - tímabundið starf
Myllan
Starfsmaður við Salalaug - Kona
Kópavogsbær
Aðstoðarmaður húsvarðar
Hótel Cabin