Sóltún hjúkrunarheimili
Sóltún hóf störf í janúar 2002 og var fyrsta hjúkrunarheimilið á landinu sem fór í einkaframkvæmd. Við bjóðum upp á hjúkrun, heilsueflingu og stuðning en í dag eru rekin tvö hjúkrunarheimili á höfuðborgarsvæðinu, Sóltún í Reykjavík og Sólvangur í Hafnarfirði sem opnaði árið 2019. Auk heimilanna tveggja er boðið upp á heimaþjónustu, endurhæfingu, dagdvöl og dagþjálfun.
Heimilisandi og virðing fyrir einkalífi hvers skjólstæðings er ráðandi í okkar starfi en einnig öryggiskennd íbúanna sem hlýst með sambýli við aðra og sólarhrings hjúkrunarþjónustu.
Athafnir daglegs lífs eru viðfangsefni á hvoru heimili fyrir sig. Áhersla er lögð á þátttöku íbúa og aðstandenda þeirra eftir getu, óskum og vilja hvers og eins.
Sóltún - Hjúkrunarfræðingur
Brennur þú fyrir eldri borgurum, skemmtilegu samstarfsfólki og ert hjúkrunarfræðingur, þá erum við að leita að þér.
Fjölbreytt verkefni í boði í góðu starfsumhverfi og hentugri stærð starfseininga. Framundan er spennandi uppbygging sem býður uppá frekari tækifæri. Við bjóðum íþróttastyrk og niðurgreiddan hádegismat.
Vinnufyrirkomulag og starfshlutfall er samkomulagsatriði. Staðan er laus strax eða eftir samkomulagi. Íslenskukunnátta er skilyrði.
Í Sóltúni eru hjúkrunarfræðingar lykilaðilar í faglegu og metnaðarfullu starfi þar sem umhyggja, virðing, gleði, öryggi og vellíðan eru leiðarljós í leik og starfi.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Íslenskt hjúkrunarleyfi
- Góð íslenskukunnátta
- Hæfni í mannlegum samskiptum
- Sjálfstæði, frumkvæði og faglegur metnaður
- Jákvætt viðmót
Auglýsing birt1. október 2024
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
ÍslenskaMjög góð
Staðsetning
Sóltún 2, 105 Reykjavík
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)
Hjúkrunarfræðingur/Skurðhjúkrunarfræðingur í 50-100% starf
Læknastofur Reykjavíkur
Heilbrigðisritari/ skrifstofumaður á myndgreiningardeild
Landspítali
Hjúkrunarfræðingur - Heilsugæslan Fjörður
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Málastjóri með heilbrigðismenntun á Laugarási meðferðargeðdeild
Landspítali
Hjúkrunarfræðingur - Spennandi starf í geðrofs- og samfélagsgeðteymi
Landspítali
Hjúkrunarfræðingur Heilsugæslan Miðbæ
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Sjúkraliðar óskast á bæklunarskurðdeild B5 Fossvogi
Landspítali
Sjúkraliði óskast á bráðaþjónustu kvennadeilda
Landspítali
Hjúkrunarfræðingur við umsjón útskrifta á lungnadeild
Landspítali
Hjúkrunarnemar á 1.- 4. ári - Spennandi hlutastörf með námi á lyflækningadeild
Landspítali
Aðstoðarhjúkrunardeildarstjóri - Hraunvangur (Tímabundið)
Hrafnista
Aðstoðardeildarstjóri hjúkrunar á Geðgjörgæslu
Landspítali