Sólvangur hjúkrunarheimili
Sólvangur hjúkrunarheimili
Sólvangur er hlýlegt hjúkrunarheimili í hjarta Hafnarfjarðar
Sólvangur hjúkrunarheimili

Sóltún Heilsusetur

Sóltún Heilsusetur á Sólvangi í Hafnarfirði leitar eftir starfsfólki til starfa á nýrri 39 rýma endurhæfingardeild fyrir aldraða.

Um er að ræða einstaklingshæfða, þverfaglega þjónustu, með það að markmiði að viðhalda og auka virkni skjólstæðinga í daglegu lífi og efla þannig getu þeirra til sjálfstæðrar búsetu á eigin heimili.

Þverfaglega teymi deildarinnar samanstendur af:

    • Deildarstjóra
    • Hjúkrunarfræðingum
    • Sjúkraliðum
    • Iðjuþjálfa
    • Læknum
    • Sjúkraþjálfara
    • Félagsráðgjafa
    • Íþróttafræðingi
    • Félagsliðum
    • Aðstoðarfólki

Ef þú vilt slást í hópinn, endilega sendu okkur umsókn í gegnum Alfred.is eða á heilsusetur@solvangur.is

Innan Sólvangs er nú þegar 71 hjúkrunarrými, 12 manna sérhæfð dagþjálfunardeild, 14 manna dagdvöl og Sóltún Heima (alhliða heimaþjónusta).

Við höfum á að skipa öflugum hópi starfsmanna, með mikinn metnað fyrir lífsgæðum og vellíðan þeirra sem hjá okkur dvelja.

Sólvangur er rekinn af Sóltúni öldrunarþjónustu ehf.

www.solvangur.is

Auglýsing stofnuð21. júní 2022
Umsóknarfrestur28. júní 2022
Starfstegund
Staðsetning
Sólvangsvegur 2, 220 Hafnarfjörður
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.