

Sóltún Heilsusetur
Sóltún Heilsusetur á Sólvangi í Hafnarfirði leitar eftir starfsfólki til starfa á nýrri 39 rýma endurhæfingardeild fyrir aldraða.
Um er að ræða einstaklingshæfða, þverfaglega þjónustu, með það að markmiði að viðhalda og auka virkni skjólstæðinga í daglegu lífi og efla þannig getu þeirra til sjálfstæðrar búsetu á eigin heimili.
Þverfaglega teymi deildarinnar samanstendur af:
- Deildarstjóra
- Hjúkrunarfræðingum
- Sjúkraliðum
- Iðjuþjálfa
- Læknum
- Sjúkraþjálfara
- Félagsráðgjafa
- Íþróttafræðingi
- Félagsliðum
- Aðstoðarfólki
Ef þú vilt slást í hópinn, endilega sendu okkur umsókn í gegnum Alfred.is eða á heilsusetur@solvangur.is
Innan Sólvangs er nú þegar 71 hjúkrunarrými, 12 manna sérhæfð dagþjálfunardeild, 14 manna dagdvöl og Sóltún Heima (alhliða heimaþjónusta).
Við höfum á að skipa öflugum hópi starfsmanna, með mikinn metnað fyrir lífsgæðum og vellíðan þeirra sem hjá okkur dvelja.
Sólvangur er rekinn af Sóltúni öldrunarþjónustu ehf.
www.solvangur.is











