Teledyne Gavia ehf.
Teledyne Gavia ehf.
Teledyne Gavia ehf.

Software Quality Assurance Engineer

Teledyne Gavia leitar að reynslumiklum og metnaðarfullum einstaklingi til að sinna prófunum á hugbúnaði fyrir sjálfvirka kafbáta og taka þátt í umbótum á prófunarferlum og gæðastjórnun hugbúnaðar. Viðkomandi mun starfa innan hugbúnaðarhóps fyrirtækisins, sem þróar fjölbreyttan sérhæfðan hugbúnað, þar á meðal stjórnkerfi um borð í kafbátunum og notendaviðmót fyrir eftirlit og stjórnun í Windows-umhverfi.

Ef þú hefur áhuga á hátækni og vilt starfa á spennandi og ört vaxandi sviði, gæti þetta verið kjörið tækifæri fyrir þig!

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Prófanir á hugbúnaði sem þróaður er innan fyrirtækisins
  • Þróun og umbætur á prófunarferlum og prófunarkerfum
  • Innleiðing á sjálfvirkum prófunum
  • Skjölun og gerð prófanalýsinga
  • Samvinna við þróunarteymi til að tryggja gæði hugbúnaðar og skýrt flæði í prófunum
Menntunar- og hæfniskröfur
  • B.Sc. í hugbúnaðarverkfræði, tölvunarfræði eða skyldum greinum (M.Sc. er kostur)
  • Sjálfstæð og öguð vinnubrögð ásamt framtakssemi
  • Þekking og nokkurra ára reynsla af hugbúnaðarprófunum
  • Reynsla af uppsetningu prófunarumhverfa og innleiðingu sjálfvirkra prófana er kostur
  • Gott vald á ensku í ræðu og riti
  • Hæfni til að starfa í sveigjanlegu og tæknilega krefjandi umhverfi ásamt góðri samvinnuhæfni
Auglýsing birt15. janúar 2026
Umsóknarfrestur25. janúar 2026
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Staðsetning
Vesturvör 29, 200 Kópavogur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar