
Teledyne Gavia ehf.
Teledyne Gavia ehf. er íslenskt hátæknifyrirtæki sem hannar og framleiðir ómannaða og sjálfstýrða kafbáta (Autonomous Underwater Vehicles). Teledyne Gavia framleiðir Gavia AUV, Osprey AUV og SeaRaptor AUV. Fyrirtækið er í fremstu röð í sínu fagi og selur vörur sínar víðsvegar um heiminn. Fyrirtækið er í eigu bandaríska félagsins Teledyne Technologies.
Nánari upplýsingar er að finna á www.teledynemarine.com/gavia

Software Quality Assurance Engineer
Teledyne Gavia leitar að reynslumiklum og metnaðarfullum einstaklingi til að sinna prófunum á hugbúnaði fyrir sjálfvirka kafbáta og taka þátt í umbótum á prófunarferlum og gæðastjórnun hugbúnaðar. Viðkomandi mun starfa innan hugbúnaðarhóps fyrirtækisins, sem þróar fjölbreyttan sérhæfðan hugbúnað, þar á meðal stjórnkerfi um borð í kafbátunum og notendaviðmót fyrir eftirlit og stjórnun í Windows-umhverfi.
Ef þú hefur áhuga á hátækni og vilt starfa á spennandi og ört vaxandi sviði, gæti þetta verið kjörið tækifæri fyrir þig!
Helstu verkefni og ábyrgð
- Prófanir á hugbúnaði sem þróaður er innan fyrirtækisins
- Þróun og umbætur á prófunarferlum og prófunarkerfum
- Innleiðing á sjálfvirkum prófunum
- Skjölun og gerð prófanalýsinga
- Samvinna við þróunarteymi til að tryggja gæði hugbúnaðar og skýrt flæði í prófunum
Menntunar- og hæfniskröfur
- B.Sc. í hugbúnaðarverkfræði, tölvunarfræði eða skyldum greinum (M.Sc. er kostur)
- Sjálfstæð og öguð vinnubrögð ásamt framtakssemi
- Þekking og nokkurra ára reynsla af hugbúnaðarprófunum
- Reynsla af uppsetningu prófunarumhverfa og innleiðingu sjálfvirkra prófana er kostur
- Gott vald á ensku í ræðu og riti
- Hæfni til að starfa í sveigjanlegu og tæknilega krefjandi umhverfi ásamt góðri samvinnuhæfni
Auglýsing birt15. janúar 2026
Umsóknarfrestur25. janúar 2026
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Staðsetning
Vesturvör 29, 200 Kópavogur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Kerfisstjóri/geimfari með öryggi á heilanum
Atmos Cloud

QA Specialist
Arion banki

Gagna- og gervigreind Deloitte (AI & Data)
Deloitte

Senior Data Engineer
CCP Games

Senior AI Engineer
CCP Games

Scientific Software Engineer – Simulation & Signal Processing
Treble Technologies

Technical Solutions Engineer – Audio AI & Simulation
Treble Technologies

Senior Audio AI Scientist
Treble Technologies

Software Developer - Bionics | Össur
Embla Medical | Össur

Sérfræðingur í hugbúnaðarþróun hjá 66°Norður
66°North

Sumarstörf 2026
Íslandsbanki

Forritari hjá Fons Juris - þróaðu Lögmennið!
Fons Juris ehf.