
Teledyne Gavia ehf.
Teledyne Gavia ehf. er íslenskt hátæknifyrirtæki sem hannar og framleiðir ómannaða og sjálfstýrða kafbáta (Autonomous Underwater Vehicles). Teledyne Gavia framleiðir Gavia AUV, Osprey AUV og SeaRaptor AUV. Fyrirtækið er í fremstu röð í sínu fagi og selur vörur sínar víðsvegar um heiminn. Fyrirtækið er í eigu bandaríska félagsins Teledyne Technologies.
Nánari upplýsingar er að finna á http://www.teledynemarine.com/gavia
Software Engineer
Teledyne Gavia leitar að metnaðarfullum hugbúnaðarþróunaraðila til að vinna að lausnum fyrir sjálfvirka kafbáta fyrirtækisins. Fyrirtækið þróar fjölbreyttan sérhæfðan hugbúnað, þar á meðal stjórnkerfi um borð í kafbátunum og notendaviðmót til eftirlits og stýringar. Starfið felur í sér samstarf við sérfræðinga í þróunarteyminu og á öðrum sviðum innan þessa ört vaxandi fyrirtækis.
Ef þú hefur áhuga á hátækni og langar að taka þátt í þróun nýrra vara og stöðugum úrbótum, þá gæti þetta verið kjörið tækifæri fyrir þig!
Helstu verkefni og ábyrgð
- Þróun og viðhald á hugbúnaði af ýmsum toga
- Innleiðing á tækjum og kerfum í kafbáta
- Prófanir á frumgerðum
- Skjölun og prófanalýsingar fyrir framleiðslu
Menntunar- og hæfniskröfur
- B.Sc. á sviði hugbúnaðarverkfræði, tölvunarfræði eða skyldra greina. (M.Sc. er kostur).
- Sjálfstæð og öguð vinnubrögð og framtakssemi.
- Þekking og nokkura ára reynsla af hugbúnaðarþróun er kostur
- Þekking og reynsla á C/C++, Python, Linux eða Docker er kostur
- Gott vald á ensku í ræðu og riti
- Geta til að vinna í breytilegu umhverfi og hæfni til að vinna í hóp
Auglýsing birt7. mars 2025
Umsóknarfrestur23. mars 2025
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Staðsetning
Vesturvör 29, 200 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
CC++DockerLinuxPython
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Netorka leitar að Vefforritara í sumarstarf!
Netorka hf.

Network Engineer
Rapyd Europe hf.

Business Central Specialist
Embla Medical | Össur

Hugbúnaðarsérfræðingur
Retric ehf.

Þjónustu- og menningarsvið: Sérfræðingur í skjalamálum
Akureyri

Forritari í viðskiptakerfum (Business Central)
Hagar

Ráðgjafi í viðskiptakerfum (Business Central)
Hagar

Bakendaforritari
Hagar

App forritari
Hagar

Viltu starfa í upplýsingatækni?
OK

Forritari hjá Fons Juris - þróaðu Lögmennið!
Fons Juris ehf.

Viltu taka þátt í að breyta leiknum?
Síminn Pay