Þjónustumiðstöð kirkjunnar - Biskupsstofa
Þjónustumiðstöð kirkjunnar - Biskupsstofa
Biskupsstofa er skrifstofa biskups Íslands, sem annast starfsmannahald vegna presta þjóðkirkjunnar og stuðningur veittur í starfsmannamálum í sóknum, stofnunum og prófastsdæmum.
Þjónustumiðstöð kirkjunnar - Biskupsstofa

Söngmálastjóri Þjóðkirkjunnar

Biskup Íslands auglýsir laust starf söngmálastjóra Þjóðkirkjunnar. Starfið er tvíþætt; annars vegar er um að ræða starf verkefnisstjóra kirkjutónlistar þjóðkirkjunnar og hins vegar um starf skólastjóra Tónskóla Þjóðkirkjunnar. Söngmálastjóri starfar á grundvelli starfsreglna um kirkjutónlist og tónlistarstefnu þjóðkirkjunnar.

Söngmálastjóri vinnur náið með kirkjutónlistarráði og biskupi Íslands að mótun framtíðarsýnar í málefnum kirkjutónlistar og Tónskóla Þjóðkirkjunnar.

Helstu verkefni og ábyrgð
Stjórn og ábyrgð á rekstri og daglegri starfsemi Tónskóla Þjóðkirkjunnar
Mótun framtíðarstefnu í kirkjutónlistarmenntun og símenntun
Ráðgjöf við sóknarnefndir og presta vegna ráðninga organista
Samstarf við RÚV
Erlend samskipti
Skipulag og umsjón með degi kirkjutónlistarinnar
Menntunar- og hæfniskröfur
Háskólamenntun á sviði tónlistar og reynsla sem nýtist í starfi
Haldbær reynsla af stjórnun og stefnumótun
Góð samstarfs- og samskiptahæfni
Skipulagshæfni
Færni í að tjá sig í ræðu og riti
Auglýsing stofnuð18. maí 2023
Umsóknarfrestur5. júní 2023
Starfstegund
Staðsetning
Háaleitisbraut 66, 103 Reykjavík
Tungumálakunnátta
EnskaEnskaMikil hæfni
ÍslenskaÍslenskaMikil hæfni
Hæfni
PathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.Stefnumótun
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.