Laugarás Lagoon
Laugarás Lagoon
Laugarás Lagoon

Sölustjóri / Sales Manager

Laugarás Lagoon er staðsett í Laugarási, í grennd við Iðubrú í Bláskógabyggð og opnar fyrir gesti næsta sumar.

Baðstaðurinn mun innihalda tveggja hæða baðsvæði, gufuböð, hituð með jarðvarma úr uppsprettu í þorpinu, og kalda laug með jökulvatni úr Hvítá. Þökk sé víðfeðmu útsýni yfir ána, skóglendi, sveitir og fjöll skapast þar töfrandi samspil slökunar og nándar við náttúruna. Á veitingastaðnum Ylja verður boðið upp á fjölbreytt og árstíðabundið úrval veitinga með áherslu á að nýta hráefni úr nærsveitum.

Við leitum að sölustjóra til að ganga til liðs við okkur í uppbyggingu, kynningu og sölu á Laugarás Lagoon. Þetta er einstakt tækifæri fyrir sölusérfræðing með reynslu úr ferðaþjónustunni, sem hefur ástríðu fyrir að kynna og selja ógleymanlegar upplifanir í íslenskri náttúru. Starfið býður upp á sveigjanlega staðsetningu á starfstöð.

Helstu verkefni og ábyrgð

· Þróa og innleiða kraftmikla sölustefnu til að kynna baðlónið sem heillandi áfangastað.

· Skipuleggja og framkvæma söluaðgerðir sem ná til mismunandi markhópa.

· Byggja upp og viðhalda sterkum tengslum við ferðaskrifstofur og ferðaskipuleggjendur.

· Sækja ferðatengda viðburði og sýningar og kynna áfangastaðinn, á Íslandi og erlendis.

· Greina söluþróun, fylgjast með sölugögnum og vinna að stöðugum umbótum á sölu og sýnileika.

· Vinna náið með öðru starfsfólki til að tryggja samræmda nálgun í kynningu og upplifun fyrir gesti.

Menntunar- og hæfniskröfur

· Háskólanám í viðskiptum, markaðsfræði, ferðamálafræði eða tengdum greinum, eða sambærileg starfsreynsla.

· Hæfni til að vinna með öðrum og skapa góð tengsl, bæði innanhúss og utan.

Færni í að koma upplýsingum á skilmerkilegan hátt á framfæri, bæði á íslensku og ensku (önnur tungumál kostur).

· Geta til að greina tækifæri og loka viðskiptum.

· Reynsla af starfi innan ferðaþjónustunnar og þekking á B2B og B2C sölu.

· Skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum.

· Þekking á aðferðum til að byggja upp og viðhalda samböndum við viðskiptavini.

· Ferðavilji til að sækja viðburði og halda kynningar.

Auglýsing birt29. nóvember 2024
Umsóknarfrestur11. desember 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Almenn tæknikunnáttaPathCreated with Sketch.ÖkuréttindiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SölumennskaPathCreated with Sketch.Viðskiptasambönd
Starfsgreinar
Starfsmerkingar