Vélar og verkfæri ehf.
Vélar og verkfæri ehf.

Sölustjóri óskast

Vélar og verkfæri leita að jákvæðum, drífandi og söludrifnum einstaklingi til að taka að sér að skipuleggja og stjórna sölustarfsemi fyrirtækisins. Þetta felur í sér stjórnun daglegrar starfsemi auk þess að skipuleggja og samræma störf sölumenna.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Dagleg stjórnun söludeildar.
  • Markmiðasetning fyrir söludeild, gerð söluáætlana og árangursmælingar.
  • Uppbygging og viðhald nauðsynlegrar þekkingar innan söludeildar.
  • Skipulag söluferða um landið.
  • Þátttaka í þróun vöruúrvals og þjónustu á vegum fyrirtækisins
  • Uppbygging og þróun viðskiptasambanda við lykilviðskiptavini á fyrirtækjamarkaði.
  • Öflun nýrra viðskiptatengsla og viðskiptasambanda.
  • Tilboðsgerð, úrvinnsla og eftirfylgni.
  • Þróun á verkferlum og tækifærum á markaði.
  • Tryggja öfluga liðsheild og drifkraft innan deildarinnar.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Reynsla af sölustörfum á fyrirtækjamarkaði er æskileg.
  • Reynsla af störfum í byggingageiranum er æskileg.
  • Menntun sem nýtist í starfi er æskileg (t. d. háskólapróf, iðnmenntun).
  • Reynsla af sölustjórnun.
  • Góð tölvukunnátta.
  • Góð kunnátta í íslensku og ensku eru skilyrði.
  • Nákvæmni, frumkvæði og sjálfstæði í starfi.
Auglýsing birt7. október 2024
Umsóknarfrestur20. október 2024
Tungumálahæfni
EnskaEnskaMeðalhæfni
ÍslenskaÍslenskaMeðalhæfni
Staðsetning
Skútuvogur 1c, 104 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar