
Rammagerðin
Rammagerðin hefur þróast í tímanna rás og er megin áhersla fyrirtækisins að framleiða og selja íslenska hönnun og handverk. Rammagerðin, sem nú hefur verið starfrækt í yfir 70 ár, rekur í dag 8 eigin verslanir, 2 vefsíður, og er með vörur til endursölu á yfir 100 staðsetningum um land allt.
Sölustjóri fyrirtækjasviðs
Sölustjóri fyrirtækjasviðs – Leiðtogi með skýra sýn og framkvæmdagetu
Rammagerðin leitar að kraftmiklum og faglegum stjórnanda til að leiða fyrirtækjasvið og taka virkan þátt í áframhaldandi vexti og þróun fyrirtækisins. Um er að ræða fjölbreytt og áhrifamikið hlutverk þar sem megináhersla er lögð á vöxt fyrirtækjasviðsins, viðskiptasambönd við endursöluaðila og öfluga liðsstjórn.
Helstu ábyrgðarsvið:
- Leiða teymi sem keyrir fyrirtækasviðið áfram í vexti og stemningu!
- Viðhalda sterkum tengslum við núverandi viðskiptavini og þróa ný viðskiptasambönd!
- Stýra daglegum rekstri sviðsins, kostnaðareftirliti og söluhámörkun!
Hæfniskröfur:
- Reynsla af sölu, samningaviðræðum og heildsölumarkaði – skilyrði
- Sterk leiðtogahæfni og geta til að byggja upp og leiða árangursríkt teymi
- Framúrskarandi samskiptahæfni og sölukunnátta
Þetta er kjörið tækifæri fyrir einstakling með sterka framkvæmdagetu og brennandi áhuga á því að skapa árangur í nánu samstarfi við framsækið teymi.
Auglýsing birt16. júlí 2025
Umsóknarfrestur31. júlí 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Miðhraun 15, 210 Garðabær
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (2)