
Klettur - sala og þjónusta ehf
Saga Kletts og forvera félagsins nær aftur til 1947 og er því óhætt að segja að félagið byggi á traustum grunni sérhæfðrar þekkingar og reynslu. Árið 2010 markaði nýtt upphaf en þá hófst starfsemi Kletts sem tók yfir allan rekstur vélasviðs Heklu. Allar götur síðan hefur Klettur verið leiðandi í sölu og þjónustu sem nær yfir breiða línu vinnuvéla, aflvéla, rafstöðva, lyftara, rafgeyma, hleðslukrana, hjólbarða, vöruflutninga- og hópferðabíla, gíra og skrúfubúnaðar. Klettur býður einnig upp á ýmsan hliðarbúnað og fylgihluti frá þekktum vörumerkjum.
Helstu vörumerki félagsins eru Caterpillar vinnuvélar, aflvélar, rafstöðvar og lyftarar, Perkins aflvélar og rafstöðvar, Scania vöruflutninga- og hópferðabifreiðar, Scania aflvélar og rafstöðvar, Goodyear, Dunlop, Sava, Fulda, og Maxam hjólbarðar, Ingersoll Rand loftpressur, Mitsubishi gufuaflstúrbínur, ZF gírar, Hiab hleðslukaranar og gámakrókar, Scana Volda skrúfu- og gírbúnaður, Ausa vinnuvélar, Multione liðléttingar, Hubtex lyftarar, Hawker neyslurafgeymar, Langendorf vagnar og pallar og Larue snjóblásarar. Félagið hefur starfað í marga áratugi með helstu birgjum sínum og er meðal elstu umboðsaðila þeirra vörumerkja í Evrópu.
Félagið og starfsmenn leggja metnað sinn í að vera leiðandi í sölu og þjónustu á þeim mörkuðum sem félagið vinnur á og að þær vörur og þjónusta sem boðið er uppá hjálpi viðskiptavinum Kletts að ná sem bestum árangri.

Sölustjóri CAT Lyftara og vöruhúsalausna
Gakktu til liðs við kraftmikinn hóp
Við leitum eftir að ráða metnaðarfullan og drífandi sölustjóra CAT lyftara og vöruhúsalausna. Um er að ræða fjölbreytt og skemmtilegt starf í góðu starfsumhverfi.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Innkaup og sala á tækjum og tengdum búnaði
- Samskipti við birgja
- Samskipti við viðskiptavini, öflun nýrra viðskiptavina og viðhald tengsla
- Tilboðsgerð og ráðgjöf
- Áætlanagerð
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun sem nýtist í starfi er kostur
- Reynsla af viðskiptastjórnun, sölu og/eða ráðgjöf
- Góðir samskiptahæfileikar, rík þjónustulund og jákvætt viðmót.
- Þekking og reynsla af samningatækni.
- Frumkvæði og sjálfstæði í starfi.
- Góð kunnátta og færni í Excel og DAX er kostur.
- Góð íslensku og enskukunnátta í bæði rituðu og töluðu máli
- Hæfni til að vinna með öðrum og að vera góður liðsmaður innan heildarinnar.
- Metnaður til að ná afburðarárangri í starfi.
Fríðindi í starfi
- Afsláttur af þjónustu og vörum fyrirtækisins
- Íþróttastyrkur
- Mötuneyti á staðnu
- Sterkt og virkt starfsmannafélag
Auglýsing birt27. maí 2025
Umsóknarfrestur15. júní 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Klettagarðar 8-10 8R, 104 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
ÁætlanagerðMannleg samskiptiSamningagerðSölumennskaÞjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Almennur starfsmaður óskast í Fiskimjölsverksmiðju Brims á Vopnafirði
Brim hf.

Slökkviliðs- og/eða sjúkraflutningamaður - framtíðarstarf
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins

Vörustjóri netbúnaðar
OK

Suðumeistari á verkstæði
Logoflex ehf

Starfsmaður fráveitu - Umhverfis- og skipulagssvið
Hafnarfjarðarbær

Almenn umsókn
HS Veitur hf

Inventory employee - lagerstarfsmaður
Vinnupallar

Tæknisvið Securitas á Austurlandi
Securitas

Sölu- og þjónustufulltrúi óskast til Vinnupalla
Vinnupallar

Smiðir og verkamenn
SG verk

Reykjanes: Meiraprófsbílstjóri -sumarstarf / C truck driver - summerjob
Íslenska gámafélagið

Leiðtogi Viðhalds í Kerskála / Maintenance Coach in the Potroom
Alcoa Fjarðaál