Sölustjóri
Við leitum að framsýnum og skipulögðum einstaklingi með framúrskarandi þjónustulund til þess að stýra sölusviði Líflands.
Sölustjóri stýrir sölustarfsemi Líflands á landbúnaðarsviði, matvörusviði, verslunarsviði og heildsölu.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Ábyrgð á daglegum rekstri, áætlanagerð og eftirfylgni verkefna sölusviðs.
- Almenn starfsmannamál, stuðningur og hvatning starfsmanna til góðra verka.
- Ábyrgð á þróun vöruúrvals og stöðugum umbótum.
- Samskipti og samningagerð við viðskiptavini.
- Mótun stefnu sviðsins og innleiðing í samræmi við stefnu fyrirtækisins.
- Yfirsýn yfir birgðir og veltuhraða birgða.
- Ábyrgð á rekstri og ásýnd verslana Líflands og vefverslun.
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Farsæl og árangursrík reynsla af sölu og rekstri.
- Háskólapróf sem nýtist í starfi.
- Reynsla af stjórnun og stefnumótun.
- Reynsla af gerð og eftirfylgni söluáætlana.
- Þekking, áhugi eða reynsla af landbúnaðarmálum er kostur.
- Leiðtogahæfni, framsýni og drifkraftur.
- Metnaður til að ná árangri og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum.
- Sjálfstæð vinnubrögð og jákvætt viðhorf.
- Góð íslensku- og enskukunnátta.
Lífland er leiðandi þjónustufyrirtæki við íslenskan landbúnað og neytendamarkað. Starfsemi fyrirtækisins er fjölbreytt, en meginsvið félagsins eru fóður- og matvælaframleiðsla. Að auki er Lífland með gott úrval af búrekstrarvörum, bútæknilausnum, búnaði fyrir hestamenn, gæludýravörum og útivistarvörum. Fyrirtækið er með starfstöðvar á höfuðborgarsvæðinu auk sex verslana víða um land.
Umsóknarfrestur er til og með 10.nóvember næstkomandi.
Sótt er um starfið á Alfreð
Umsókn skal fylgja ferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur um hæfni viðkomandi til að gegna starfinu.
Nánari upplýsingar veitir Rannveig Hrólfsdóttir, mannauðsstjóri Líflands, rannveig@lifland.is