Cargo Express
Cargo Express er ört vaxandi fyrirtæki á sviði flugflutninga til og frá landinu. Við bjóðum upp á góða vinnuaðstöðu í spennandi starfsumhverfi.
Sölustjón Útflutnings.
Cargo Express óskar eftir öflugum liðsmanni til þess að stýra sölu og þjónustu í útflutningi. Við erum framsækið fyrirtæki í sölu á flugfrakt þar sem mikil áhersla er lögð á þjónustu við sjávarútveg og fiskeldi ásamt öðrum almennum flutningum með flugi. Við leitum eftir aðila með reynslu og brennandi áhuga á útflutningi og "logistik" almennt.
Helstu verkefni og ábyrgð
Sala og skipulagning og eftirfylgni flugflutninga frá Íslandi.
Samskipti við innlenda sem erlenda viðskiptavini og samstarfsaðila.
Áætlunargerðir og eftirfylgni í samstarfi við aðra stjórnendur Cargo Express.
Menntunar- og hæfniskröfur
Menntun á háskólastigi sem nýtist í starfi.
Reynsla í sölu og markaðstörfum.
Góð kunnátta í íslensku og ensku.
Góð mannleg samskipti.
Almenn tölvukunnátta.
Auglýsing birt20. nóvember 2024
Umsóknarfrestur4. desember 2024
Tungumálahæfni
Íslenska
Mjög góðNauðsyn
Enska
Mjög góðNauðsyn
Staðsetning
Ármúli 8A, 108 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar