

Söluráðgjafi Volvo Cars hjá Brimborg
Volvo Cars á Íslandi | Brimborg leitar að hæfileikaríkum og kraftmiklum söluráðgjafa fyrir nýja og notaða bíla frá Volvo.
Frá upphafi hefur Volvo Cars verið gæða (premium) vörumerki fyrir fólk sem er annt um heiminn sem við byggjum og fólkið í kringum okkur. Volvo Cars hefur sett sér það markmið að gera lífið sjálfbærara með miklu úrvali rafbíla, betra og öruggara fyrir okkur öll.
Volvo Cars hefur verið mest selda premium bílamerkið á Íslandi síðustu 8 ár og í topp þremur sætunum í 26 ár af síðustu 27 árum.
Þetta er einstakt tækifæri fyrir metnaðarfullan einstakling með framúrskarandi söluhæfileika og þjónustulund til að ganga til liðs við öflugt teymi Volvo Cars á Íslandi | Brimborg.
Brimborg er sölu- og þjónustuaðili Volvo Cars á Íslandi og leggur áherslu á nýjustu tækni, framúrskarandi þjónustu og ánægjulega upplifun viðskiptavina.
Við leitum að einstaklingi sem?
- Hefur náttúrulega ástríðu fyrir sölu- og framúrskarandi þjónustu
- Er skipulagður, samviskusamur og metnaðarfullur
- Nýtur sín í krefjandi og markmiðadrifnu umhverfi
- Hefur áhuga á að taka þátt í uppbyggingu og vexti vörumerkisins Volvo á Íslandi
Við bjóðum uppá:
- Að vinna með nýjustu bíltækni í framúrskarandi vinnuaðstöðu
- Skemmtilegt, líflegt og fjölbreytt starf hjá metnaðarfullu fyrirtæki
- Öflugt starfsmannafélag með fjölbreyttu félagslífi og viðburðum
- Fjölskylduvænan vinnustað með styttri opnunartíma, engri helgarvinnu og styttri föstudegi
- Sala og ráðgjöf við kaup á nýjum Volvo
- Sala og ráðgjöf við kaup á notuðum bílum
- Skráning og eftirfylgni viðskiptatækifæra
- Tilboðs- og skjalagerð fyrir einstaklinga og fyrirtæki
- Uppítaka á notuðum bílum
- Stúdentspróf, önnur menntun eða reynsla sem nýtist í starfi
- Framúrskarandi söluhæfileikar, þjónustulund og samskiptahæfni
- Frumkvæði í starfi, sjálfstæð vinnubrögð, snyrtimennska og stundvísi
- Heiðarleiki, áreiðanleiki og vönduð vinnubrögð
- Færni í notkun upplýsingatæknikerfa (CRM o.fl.)
- Góð íslensku- og enskukunnátta
- Gilt bílpróf
- Æskilegt er að umsækjendur hafi náð 25 ára aldri
- Fjölbreytt fríðindi samkvæmt mannauðsstefnu Brimborgar
- Niðurgreiddur hádegismatur
- Afsláttur af vörum og þjónustu fyrirtækisins
- Árlegur íþrótta- og heilsustyrkur
- Þú færð frí á afmælisdaginn þinn, enda stórmerkilegur dagur
Íslenska
Enska










