

Söluráðgjafi Vatn og veitna á Selfossi
Söluráðgjafi óskast í Vatn og veitur, Selfossi
Vatn & veitur leitar að framsæknum og jákvæðum einstaklingi til starfa í verslun sína á Selfossi. Um er að ræða fjölbreytt og spennandi starf hjá ört vaxandi fyrirtæki með jákvæðu og samheldu starfsfólki.
Vatn og veitur er eitt fyrirtækja innan Fagkaupa. Fagkaup á og rekur einnig verslunar- og þjónustufyrirtækin Johan Rönning, Sindra, S. Guðjónsson, KH-vinnuföt, Fossberg, Hagblikk, Varma og vélaverk, Ísleif, Þétt og Áltak.
Hjá Fagkaupum starfa rúmlega 300 starfsmenn í Reykjavík, Kópavogi, Fjarðabyggð, Reykjanesbæ, Hafnarfirði, Grundartanga, Selfossi og Akureyri.
Fagkaup starfrækir vottað jafnlaunakerfi og hefur skuldbundið sig til að greiða jöfn laun fyrir sömu eða jafnverðmæt störf. Auk þess hefur Fagkaup hlotið vottun skv. ISO 9001 gæðastaðlinum.
Eitt af lykilmarkmiðunum er að fara fram úr væntingum viðskiptavina. Til að ná þeim markmiðum er hæft starfsfólk mikilvægur partur í daglegum störfum Fagkaupa.
Lögð er áhersla á góðan starfsanda og góðan aðbúnað starfsfólks. Starfsþróun og tækifæri til vaxtar þar sem fræðsla til starfsfólks er lykilþáttur í að auka þekkingu starfsfólks og efla í daglegum störfum. Vinnutími er frá 8.00-17.00
Frekari upplýsingar um fyrirtækið má finna á www.vatnogveitur.is og einnig á www.fagkaup.is
Farið er með umsóknir sem trúnaðarmál.
Við hvetjum áhugasama að sækja um, óháð aldri, kyni og uppruna.
Helstu verkefni eru þessi:
- Gerð sölutilboða til pípulagnaverktaka
- Móttaka viðskiptavina og ráðgjöf til þeirra
- Almenn sölustörf
- Tiltekt og áfylling í verslun
- Önnur tilfallandi verkefni
- Reynsla af sölustörfum og/eða pípulagningum
- Sveinspróf í pípulögnum kostur
- Þjónustulund og jákvætt viðmót
- Almenn tölvukunnátta
- Hæfni í mannlegum samskiptum
- Frumkvæði og metnaður í starfi
Niðurgreiddur hádegismatur
Líkamsræktarstyrkur
Samgöngustyrkur













