Ísleifur
Ísleifur
Ísleifur

Söluráðgjafi óskast í verslun Ísleifs, Kópavogi

Við hjá Ísleifi leitum að metnaðarfullum og duglegum söluráðgjafa til framtíðarstarfa.

Ný og glæsilega verslun og sýningaraðstaða Ísleifs er staðsett á Smiðjuveginum í Kópavogi. Þar starfar góður hópur starfsfólks að því að þjónusta viðskiptavini, einstaklinga og fagfólk með allt sem snýr að gæðalausnum fyrir baðherbergi og eldhús.

Um er að ræða fjölbreytt og áhugavert starf sem býður upp á möguleika til starfsþróunar og vaxtar í starfi. Við leggjum mikið upp úr góðu vinnuumhverfi þar sem starfsfólk hefur það að markmiði að veita framúrskarandi þjónustu.

Vinnutími

  • 100% starf þar sem vinnutími er að jafnaði frá 9-17 eða 10-18 mán-fös
  • Æskilegt að viðkomandi vinni 1-2 laugardaga í mánuði.

Við hvetjum áhugasama að sækja um óháð kyni, aldri og uppruna.

Farið er með umsóknir sem trúnaðarmál.

Helstu verkefni og ábyrgð
 
  • Sala og þjónusta til viðskiptavina
  • Tilboðsgerð og ráðgjöf
  • Framúrskarandi þjónusta við viðskiptavini
  • Almenn verslunarstörf, móttaka vöru og tilfallandi verkefni. 
 
 
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Framúrskarandi í mannlegum samskiptum
  • Reynsla af þjónustustörfum
  • Góð grunn- tölvukunnátta
  • Hafa gaman af því að vinna í teymi og ná árangri
 
Fríðindi í starfi
  • Niðurgreiddur hádegismatur
  • Heilsustyrkur
  • Samgöngustyrkur
  • Jafnlaunavottun
Auglýsing birt5. febrúar 2025
Umsóknarfrestur28. febrúar 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Smiðjuvegur 68-70 68R, 200 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar