

Söluráðgjafi í Innflutningsdeild
Smyril Line Cargo óskar eftir starfsmanni í sölu- og þjónustustarf í innflutningsdeild félagsins. Leitað er eftir hörkuduglegum starfsmanni í fullt starf á starfstöð félagsins í Reykjavík.
Starfið felur í sér sölu og ráðgjöf til innflutningsfyrirtækja á landinu ásamt almennri viðskiptaþjónustu.
Vinnutími er 8:30 til 16:30 virka daga og lengur eftir þörfum. Starfið hæfir báðum kynjum.
Starfsmaðurinn þarf að hafa:
- Góða samskiptahæfileika og ríka þjónustulund
- Reynsla af sölustörfum æskileg
- Jákvæðni, heiðarleika og stundvísi
- Góða almenna tölvukunnáttu
- Kunnátta á Navision æskileg og góð kunnátta á excel
- Íslensku og ensku kunnátta æskileg
- Góð skipulagshæfni
- Vera dugleg/duglegur
- Umsóknarfrestur er til og með 23.05 n.k. í gegnum vef Alfreðs.
Öllum umsóknum verður svarað og farið með þær sem trúnaðarmál.
Smyril Line Cargo er flutningafyrirtæki sem á og rekur sex skip og þaraf fjögur sem sigla til og frá Íslandi. Norrænu sem siglir milli Hirtshals í Danmörk, Tórshavn í Færeyjum og Seyðisfjarðar. Mykines og Akranes sem sigla milli Þorlákshafnar og Rotterdam í Hollandi og Mistral sem siglir milli Þorlákshafnar og Hirtshals í Danmörku. Smyril Line Cargo er framsækið og skemmtilegt fyrirtæki.











