Ískraft
ÍSKRAFT var stofnað af Herborgu Halldórsdóttur og Hreggviði Þorgeirssyni í nóvember 1975.
Í upphafi einskorðaði fyrirtækið sig við útvegun raflagnaefnis til rafveitna, ekki síst til RARIK sem þá vann að lagningu Byggðalínu. ÍSKRAFT útvegaði í þetta umfangsmikla verkefni, tengivirki, línuvír, einangra, spennubreyta og margt fleira.
Árið 1980 jukust umsvifin á hinum almenna rafiðnaðarmarkaði og hefur síðan verið unnið stöðugt að útvíkkun starfseminnar á því sviði.
Í árslok 1987 sameinuðust ÍSKRAFT og Ásel hf. í Garðabæ og jókst þá vöruúrvalið á sviði töflubúnaðar mjög.
Árið 1999 er Ískraft keypt og sameinast rekstri Húsasmiðjunnar.
Söluráðgjafi á rafmagnsvörum
Vegna aukinna umsvifa óskar Ískraft eftir að ráða söluráðgjafa í nýjar og glæsilegar höfuðstöðvar okkar á Höfðabakka 7. Um er að ræða fjölbreytt verkefni í skemmtilegu starfsumhverfi þar sem reynir á frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð og gott skipulag. Lögð er rík áhersla á jákvæð samskipti og samvinnu ásamt því að viðkomandi falli vel að góðri liðsheild fyrirtækisins. Eftirsóknarvert er að fá til liðs við okkur þá sem eru tilbúnir að leggja sitt af mörkum við að veita framúrskarandi þjónustu til okkar viðskiptavina og hafa jákvætt hugarfar.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Almenn sölustörf á rafmagnsvörum
- Tilboðsgerð og eftirfylgni þeirra
- Ráðgjöf til viðskipavina
- Afgreiðsla og þjónusta við viðskiptavini
- Ýmis verkefni sem tengjast sölu og þjónustu
- Önnur tilfallandi störf
Menntunar- og hæfniskröfur
- Iðnmenntun á rafmagnssviði
- Reynsla í rafvirkjun eða úr sambærilegu starfi
- Góð færni í mannlegum samskiptum
- Mikil þjónustulund
- Reynsla af sölustörfum er kostur
- Góð íslensku og enskukunnátta
- Stundvísi, skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð
Fríðindi í starfi
- Afsláttarkjör í verslunum Ískarfts, Húsamiðjunnar og Blómavals
- Ýmsir styrkir til heilsueflingar, s.s. líkamsræktarstyrkur, samgöngustyrkur, heilsufarsskoðun, bólusetningar o.fl.
- Aðgangur að orlofshúsum
Auglýsing birt5. nóvember 2024
Umsóknarfrestur24. nóvember 2024
Tungumálahæfni
Íslenska
Mjög góðNauðsyn
Staðsetning
Höfðabakki 7, 110 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
JákvæðniMannleg samskiptiRafvirkjunRafvirkjunSölumennskaStundvísiÞjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)
Heildverslun í Hafnarfirði - Sölufulltrúi.
Danco
Spennandi starf! Tæknimaður
Raförninn
Hlutastarf í verslun
GG Sport
Ísafjörður: Söluráðgjafi í Blómaval og Húsasmiðjunni
Húsasmiðjan
Söluráðgjafi í fatadeild í Fagmannaverslun
Húsasmiðjan
Hlutastarf í verslun, Egilsstaðir
Lindex
Sölumaður - Prívat lúxusferðir
Deluxe Iceland
Söluráðgjafi rafbúnaðar hjá Johan Rönning
Johan Rönning
Join Our Team at Point!
SSP Iceland
Spennandi vélvirkja- og rafvirkjasumarstörf
Norðurál
Vörustjóri í véladeild
Fálkinn Ísmar / Iðnvélar
Söluráðgjafar óskast í verslanir Rammagerðarinnar.
Rammagerðin