
Rammagerðin
Heimili íslenskrar hönnunar frá 1940
Rammagerðin hefur verið heimili íslenskrar hönnunar frá 1940 og er rammíslensk gjafavöruverslun sem leggur áherslu á íslenska hönnun og handverk. Rammagerðin var stofnuð árið 1940 sem rammagerð en seldi svo ullarvarning og fatnað svo áratugum skipti.
Í dag rekur Rammagerðin 8 verslanir með vörur frá yfir 300 íslenskum hönnuðum og handverksmönnum.
Söluráðgjafar óskast í verslanir Rammagerðarinnar.
Rammagerðin óskar eftir að ráða öfluga og drífandi söluráðgjafa í verslanir sínar,til liðs við skemmtilegan hóp starfsmanna. Við leggjum áherslu á góða þjónustu og leitum því af aðila með reynslu af sölumennsku og þjónustu.
Úrvinnsla umsókna hefst strax.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Sala, þjónusta og ráðgjöf til viðskiptavina í verslun.
- Eftirfylgni sölu.
- Framstillingar.
- Birgðarumsjón og áfyllingar.
- Önnur tilfallandi verkefni.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Einstaklingur með brennandi áhuga á sölumennsku.
- Áhugi og þekking á íslenskri hönnun.
- Rík þjónustulund og góðir samskiptahæfileikar.
- Hafir frumkvæði, sért virkur og drífandi starfskraftur.
- Getir leyst vandamál á sjálfstæðan og ábyrgðarfullan hátt.
- Góð tölvu- og tungumálakunnátta.
- Stundvísi, áreiðanleiki og reglusemi.
Auglýsing birt13. mars 2025
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Starfstegund
Hæfni
Hreint sakavottorðReyklaus
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Þjónustufulltrúi / Service Agent
Campeasy

Skrifstofu og tölvuvinna
Glerverk

Leitum af starfsfólki í sumarstarf,hlutastarf og framtíðar
Ísgerður ehf.

Söluráðgjafi
Innviðir EHF

Tímabundin störf hjá Menningarmiðstöð Hornafjarðar
Sveitarfélagið Hornafjörður

Hagkaup Akureyri - Snyrtivörudeild
Hagkaup

Egilsstaðir: Söluráðgjafar bæði í sumar- og framtíðarstarf
Húsasmiðjan

Aðstoðarmaður framkvæmdastjóra Kara Connect
Kara Connect

Hlutastarf í gólfefnadeild - Byko Breidd
Byko

Starfsmaður á afgreiðslukassa - BYKO Breidd
Byko

Lyfja Nýbýlavegi- sala og þjónusta, framtíðarstarf
Lyfja

Viltu verða djúsari? (Fullt starf )
Joe & the juice