Sölumaður / Sérfræðingur í matvælaöryggi
Aquatiq er leiðandi í þekkingu á sviði matvælaöryggis og hefur upp á að bjóða sérfræðiþekkingu, vinnslubúnað, hreinlætislausnir og hreinsiefni fyrir matvælaiðnaðarinn á heimsvísu. Aquatiq hefur nú stofnað útibú á Íslandi. Megináhersla starfseminnar verður að þjóna matvælavinnslufyrirtækjum og aðstoða þau við að tryggja matvælaöryggi.
Við leitum að dugmiklum starfskrafti sem er tilbúinn að ferðast á milli matvælavinnsla á Íslandi og selja vörur fyrirtækisins. Æskilegt er að sölumennskan byggi á djúpri faglegri þekkingu. Einnig mun starfsmaðurinn taka þátt í fræðslu og námskeiðum til viðskiptavina.
Æskileg þekking og reynsla:
- Það er kostur að viðkomandi hafi unnið í íslenskri matvælavinnslu og þekki vel til fyrirtækjanna á markaði.
- Þekking í örverufræði, matvælaöryggi og sýnatöku er kostur
- Þekking á HACCP, BRC er kostur
- Þekking á notkun hreinsiefna, þrifa í matvælavinnslu og hvernig komast megi að rót vandans er kostur.
Hvað getum við boðið þér?
- Tækifæri til að starfa í alþjóðlegu fyrirtæki með samvinnu milli dótturfyrirtækja
- Krefjandi og fjölbreyttur vinnudagur í fyrirtæki með áherslu á nýsköpun og gæði.
- Samkeppnisskilyrði með góðum þróunarmöguleikum.
- Tækifæri til að vinna með leiðandi vörur og lausnir í matvælaöryggi.
- Öflugt starfsumhverfi með áhugasömum og faglega sterkum samstarfsmönnum.
- Við erum með sveigjanlegt vinnufyrirkomulag og viðurkennum að gott jafnvægi á milli vinnu og tómstunda er það sem þarf til að við séum sem best.
- Við stuðlum að vinnuumhverfi án aðgreiningar með áherslu á gott samstarf.
Mikilvægt er að viðkomandi geti unnið sjálfstætt í því að finna nýja viðskiptavini fyrir Aquatiq. Við leitum að þér sem hefur einlægan áhuga á matvælaöryggi og vilt láta gott af sér leiða. Ef þú vilt slást í hópinn okkar hvetjum við þig til að senda inn umsókn þína. Taktu þátt í að vinna að framtíðarsýn okkar - Öruggur matur fyrir alla!
Upplýsingar veitir Rúnar Birgisson í síma: 6628800 eða: runar.birgisson@aquatiq.com