
Lífland ehf.
Lífland ræktar lýð og land. Þjónusta okkar sýnir ræktarsemi við grunnstoðir mannlífs um allt land. Með fjölbreyttu vöruúrvali og vísindalegum vinnubrögðum sköpum við góðan jarðveg fyrir hverskonar rækt; jarðrækt, búfjárrækt, nautgriparækt og hrossarækt.
Þungamiðjan í starfi okkar er þó ekki síst mannrækt í víðustu merkingu þess orðs. Íslendingar hafa sterka þörf fyrir að komast í snertingu við uppruna sinn og náttúru landsins.
Það gildir einu hver klæðist stígvélunum - stoltur bóndi, frískleg hestakona eða fjölskyldufaðir í sumarhúsi - þau vita hvar þau standa. Lífland gefur þeim þessa jarðtengingu.
Lífland er markaðsdrifið þjónustufyrirtæki sem leggur áherslu á að uppfylla þarfir og óskir viðskiptavina. Starfsemi fyrirtækisins lýtur annars vegar að þjónustu tengdri landbúnaði og tengist hins vegar hestaíþróttum, dýrahaldi, útivist og þjónustu við matvælaiðnaðinn.
Hlutverk Líflands er að bæta árangur viðskiptavina sinna. Við viljum sjá fyrir breytingar á þörfum okkar viðskiptavina og bjóða áhugaverðustu lausnirnar fyrir þá á hverjum tíma fyrir sig.
Lífland rekur tvær verksmiðjur, annars vegar fóðurverksmiðju á Grundartanga og hins vegar kornmyllu í Korngörðum í Reykjavík ásamt því að reka Nesbúegg. Skrifstofur og lager eru staðsett í Brúarvogi, Reykjavík. Verslanir Líflands eru á Lynghálsi, Reykjavík, Borgarbraut Borgarnesi, Grímseyjargötu Akureyri, Ormsvöllum Hvolsvelli, Efstubraut Blönduósi og Austurvegi Selfossi.

Sölumaður matvælasviðs Líflands
Lífland leitar að öflugum og framsæknum einstaklingi til þess að sinna starfi sölumanns matvælasviðs.
Helstu verkefni:
· Rágjöf og sala til viðskiptavina
· Viðhald og öflun nýrra viðskiptavina
· Greining viðskiptatækifæra
· Móttaka pantana
· Undirbúningur og eftirfylgni söluferða
· Þátttaka í gerð markaðs- og söluáætlana
Hæfniskröfur:
· Menntun sem nýtist í starfi
· Reynsla af sölustörfum
· Söluhæfileikar og góð hæfni í mannlegum samskiptum
· Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
· Góð almenn tölvukunnátta (Excel)
Nánari upplýsingar veitir Unnar Freyr Jónsson, framkvæmdastjóri sölusviðs, [email protected]
Við hvetjum öll kyn til þess að sækja um störf hjá Líflandi.
Auglýsing birt4. febrúar 2025
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Brúarvogur 1-3 1R, 104 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiSjálfstæð vinnubrögðSölumennska
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (2)
Sambærileg störf (12)

Sumarstörf - Apótekarinn Hveragerði
Apótekarinn

Sumarstarf í afgreiðslu - Reykjavík
Höldur ehf. - Bílaleiga Akureyrar

Sumarstarf í afgreiðslu - Leifsstöð
Höldur ehf. - Bílaleiga Akureyrar

Sumarstarf í afgreiðslu-Ásbrú
Höldur ehf. - Bílaleiga Akureyrar

Afgreiðslu starf ( Íslenska skilyrði)
Hafið Fiskverslun

Steypupantanir og sala
Steypustöðin

Sölumaður, vímuefnarannsóknir
Frigg medica ehf.

Sumarstörf í útibúi Fagkaupa á Selfossi
Johan Rönning

Sölufulltrúi Icewear - Ísafjörður
ICEWEAR

Söluráðgjafi
Íspan Glerborg ehf.

Starfsmaður í verslun óskast
AB Varahlutir

Sölu- og þjónusturáðgjafi á Ísafirði
VÍS