Fast Parts ehf.
Fast Parts ehf.
Fast Parts er Varahluta verslun sem er staðsett bæði í Reykjavík og Akureyri.

Sölumaður í Reykjavík

Fast Parts er ört vaxandi fyrirtæki sem leggur metnað í persónulega þjónustu og ánægju viðskiptavina innan bílaiðnaðarins. Við leitum að metnaðarfullum og ábyrgum einstaklingi sem hefur áhuga á að stíga inn í hlutverk sölufulltrúa í varahlutaverslun okkar í Reykjavík.

Það sem að við bjóðum upp á:

- Gott og uppbyggjandi umhverfi til að auka og betrumbæta þekkingu á bílum og varahlutum.

- Möguleiki á að efla sölukunnáttu og samskiptahæfileika- Góð laun fyrir rétta aðilann

Það sem við búumst við af starfsfólki okkar:

- Stundvísi og áreiðanleiki.

- Frumkvæði, jákvæðni og drifkraft til að takast á við mismunandi tilfallandi verkefni með rétta viðhorfinu.

- Metnað til að tileinka sér og læra nýja hluti.

Þekking á bílum er ekki nauðsynleg ef tölvuþekking er til staðar, en þekking á bílum er þó æskileg. Fyrri reynsla í bílaiðnaðinum er ekki nauðsynleg, að því tilskildu að þú uppfyllir sett skilyrði okkar. Teymið okkar er alltaf til staðar til að styðja við hvort annað og stuðlar að umhverfi þar sem allir fá tækifæri til að bæta sig og vinna með styrkleika sína. Ef þú hefur áhuga eða hefur einhverjar spurningar skaltu ekki hika við að hafa samband í síma 7888897 eða á ice@fastparts.is.
Við hlökkum til að taka á móti þér í Fast Parts fjölskylduna!

Auglýsing stofnuð26. maí 2023
UmsóknarfresturEnginn
Starfstegund
Staðsetning
Hyrjarhöfði 3, 110 Reykjavík
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.