
Signa ehf
Signa ehf er framsækið framleiðslufyrirtæki sem býður upp á fjölbreyttar lausnir og hönnun í merkingum, sérsmíði og sölu á plexí- og vélaplasti, fyrir einstaklinga og fyrirtæki.
Hjá Signu starfar öflugur hópur starfsfólks sem býr yfir brennandi áhuga, faglegri þekkingu og mikilli reynslu af þjónustu við viðskiptavini. Viðskiptavinir Signu eru allt frá ýmsum af stærstu og framsæknustu fyrirtækjum landsins til smærri fyrirtækja og einyrkja.

Sölufulltrúi óskast
Signa / Fást ehf óskar eftir að ráða öflugan og drífandi sölufulltrúa til liðs við öflugan hóp starfsmanna á nýjum stað að Bæjarflöt 19-o í Grafarvogi. Erum að leita að jákvæðum og hressum aðila með reynslu af sölumennsku.
Um fullt starf er að ræða og er almennur vinnutími frá 08:00 – 17:00 og 08:00 – 16:15 á föstudögum.
Leitað er að einstaklingi með reynslu af sölumennsku. Mikilvægt er að hafa gott frumkvæði og jákvætt viðhorf, metnað fyrir starfi sínu og ríka söluhæfileika ásamt getu til að vinna bæði sjálfstætt og með hópi.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Viðhalda núverandi viðskiptavinum og afla nýrra
- Tilboðsgerð og eftirfylgni
- Sala, þjónusta og ráðgjöf til viðskiptavina í verslun
- Samskipti við viðskiptavini og birgja í síma og tölvupósti
- Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
- Góð íslensku- og enskukunnátta
- Góð almenn tölvukunnátta
- Þekking á DK bókhaldskerfi og Microsoft Dynamics 365 kostur
- Sjálfstæð vinnubrögð og frumkvæði í starfi
- Jákvætt og þjónustumiðað viðmót
Auglýsing stofnuð27. september 2023
UmsóknarfresturEnginn
Starfstegund
Staðsetning
Bæjarflöt 19
Hæfni
DKFrumkvæðiJákvæðniMannleg samskiptiMetnaðurSamskipti með tölvupóstiSjálfstæð vinnubrögðSölumennska
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Þjónustufulltrúi / Service Agent
Campeasy
Sölufulltrúi - virka daga
Levi´s
Sölufulltrúi í fagverslun
BYKO Leiga og fagverslun
Sölufulltrúi – Honda aflvélar, Bosch verkfæri ofl.
BYKO Leiga og fagverslun
Sölumaður
AJ Vörulistinn
Viðskiptastjóri
Terra umhverfisþjónusta hf
Söluráðgjafi á fyrirtækjasviði
Boðleið Þjónusta ehf.
Lausnaráðgjafi
Uniconta
Sölufulltrúi
Rún Heildverslun
Helgarstarfsmann vantar í Home & You í Smáralind
Home & You
Við leitum að öflugum söluráðgjafa
Arion banki
Sölumaður í sérverslun
4F