Samhjálp
Samhjálp
Samhjálp var stofnað árið 1973 og hefur því starfað í rúma hálfa öld. Samhjálp rekur sjö starfsstöðvar en um 30 einstaklingar starfa hjá félaginu ásamt nokkrum fjölda sjálfboðaliða. Stærsta starfsstöðin og jafnframt sú elsta, er meðferðarheimilið Hlaðgerðarkot í Mosfellsdal en þar er pláss fyrir um þrjátíu einstaklinga í meðferð hverju sinni. Samhjálp rekur auk þess áfangaheimilið Brú þar sem eru 18 íbúðir fyrir fólk sem lokið hefur meðferð í Hlaðgerðarkoti. Einnig tvö áfanga- og stuðningsheimili fyrir átta karlmenn hvort, annað í Reykjavík og hitt í Kópavogi. Kaffistofa Samhjálpar sem er opin alla daga ársins og er í Borgartúni í Reykjavík. Skrifstofa Samhjálpar, sem er þjónustumiðstöð félagsins og miðstöð fjáröflunar, er í Skútuvogi 1g. Einnig er nytjamarkaður Samhjálpar í Hólagarði í Breiðholti.
Samhjálp

Sölufulltrúi í hlutastarfi

Samhjálp leitar að öflugum einstaklingum í verktakavinnu í hlutastarf við að sinna fyrirtækjasölu. Samtökin sinna þjónustu við fólk sem finnur sig á jaðri samfélagsins af mismunandi ástæðum. Fjáröflunin snýr aðallega að Kaffistofu Samhjálpar í Borgartúni þar sem fólk í neyð getur komið og fengið heitan mat alla daga ársins.

Starfið fer fram á skrifstofu Samhjálpar í Skútuvogi í litlu en góðu teymi, einnig er hægt að vinna að heiman. Hringt er í fyrirtæki og óskað eftir styrkjum fyrir Kaffistofu Samhjálpar, auk þess að selja auglýsingar í Jólablað Samhjálpar.

Helstu verkefni og ábyrgð
Hringja út í fyrirtæki
Selja auglýsingar
Afla fjár fyrir gott málefni
Menntunar- og hæfniskröfur
Skipulagður einstaklingur í starfi
Góð mannleg samskipti
Vel að máli farinn einstaklingur
Reynsla af sölustörfum er kostur
Mjög mikilvægt að umsækjandi tali góða íslensku
Auglýsing stofnuð19. september 2023
Umsóknarfrestur29. september 2023
Starfstegund
Staðsetning
Skútuvogur 1g, 104 Reykjavík
Hæfni
PathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.Sölumennska
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.