Rafha - Kvik
Rafha - Kvik
Við leggjum allt okkar stolt í að selja vönduð heimilistæki og innréttingar ásamt því að veita fyrsta flokks þjónustu - og hafa gaman af! Hjá okkur geta viðskiptavinir valið sér allt í eldhúsið, innréttingar og tæki frá heimsþekktum framleiðendum. Við leggjum ríka áherslu á að starfsumhverfið einkennist af sveigjanleika, virðingu, samvinnu og góðri liðsheild þar sem allir eiga að fá að njóta sín í leik og starfi. Hjá okkur eru engir tveir dagar eins.
Rafha - Kvik

Sölufulltrúi í hlutastarf

Vantar þig auka pening?

Okkur bráðvantar metnaðarfullan sölufulltrúa til að sinna sölu á heimilis- og raftækjum, þjónusta viðskiptavini, afgreiða vörur og hafa umsjón með sýningarsal ásamt tengdum verkefnum. Unnið er annan hvorn laugardag og í afleysingum eins og þarf.

Við gerum kröfu um að þú:

  • Hafir brennandi áhuga á sölumennsku, sért sannfærandi, hafir ótakmarkaða þjónustulund og góða samskiptahæfileika.
  • Hafir frumkvæði og sért virkur og drífandi starfskraftur sem skorast ekki undan nýjum verkefnum.
  • Hafir góða tölvu- og tungumálakunnáttu.
  • Sért stundvís, áreiðanlegur og reglusamur.

Við bjóðum uppá:

  • Samkeppnishæf laun og árangurstengdar bónusgreiðslur.
  • Þægilegt, fjölbreytt og hvetjandi starfsumhverfi.
  • Markviss þjálfun og starfsþróun í boði.

Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf sem fyrst.

Auglýsing stofnuð15. maí 2023
UmsóknarfresturEnginn
Starfstegund
Staðsetning
Suðurlandsbraut 16, 108 Reykjavík
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.SölumennskaPathCreated with Sketch.StundvísiPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Vinnuumhverfi
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.