ELKO
ELKO
ELKO, stærsta raftækjaverslun landsins, opnaði þann 28. febrúar árið 1998 og varð strax frá upphafi leiðandi á sínu sviði á Íslandi. ELKO hefur ávallt haft það að markmiði að bjóða þekkt vörumerki raftækja á lágu verði. Verslanir eru sex og með samtals 5.000 m2 sölusvæði auk stórs vöruhúss. Hjá ELKO starfa um 240 manns. Verslanir ELKO eru í Lindum, Skeifunni, Granda, Akureyri, Flugstöð Leifs Eiríkssonar og Vefverslun ELKO.is
ELKO

Sölufulltrúi Akureyri-helgarstarf

Við leitum að starfsmönnum í helgarstörf í verslun ELKO á Akureyri.


Sölufulltrúi

Starfið felur í sér sölu til viðskiptavina og hentar fólki með mikinn áhuga á tækni, þjónustu og samskiptum.Viðkomandi þarf að geta sýnt frumkvæði, tekist á við krefjandi verkefni og hugsað í lausnum.Um helgarstarf er að ræða og unnið er laugardaga og sunnudaga, aðra hverja helgi, samkvæmt vaktaplani sem liggur fyrir mánuð fram í tímann. Vinnutími miðast almennt við afgreiðslutíma verslunar, 11-18 á laugardögum og 12-16 sunnudögum.

Hæfnikröfur:

  • 20 ára og eldri
  • Íslenskukunnátta skilyrði
  • Áhugi og vilji til að veita viðskiptavinum og samstarfsmönnum góða aðstoð og þjónustu
  • Góð færni í mannlegum samskiptum og rík þjónustulund
  • Skipulagsfærni
  • Hreint sakavottorð

Við hvetjum alla, sem uppfylla hæfniskröfurnar, til að sækja um.ELKO starfrækir vottað jafnlaunakerfi og hefur skuldbundið sig til að greiða jöfn laun fyrir sömu eða jafnverðmæt störf.


Frekari upplýsingar veitir Haukur Már Hergeirsson, haukurh@elko.is

Umsóknarfrestur er út 26.maí

Auglýsing stofnuð15. maí 2023
Umsóknarfrestur26. maí 2023
Starfstegund
Staðsetning
Tryggvabraut 18-20 18R, 600 Akureyri
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.