Byko
Byko
BYKO rekur eina stærstu byggingavöruverslun landsins í Breiddinni í Kópavogi, auk verslana á höfuðborgarsvæðinu og víða um land. Saga BYKO hófst árið 1962 þegar Guðmundur H. Jónsson og Hjalti Bjarnason opnuðu fyrstu BYKO verslunina við Kársnesbraut í Kópavogi. Frá upphafi kappkostuðu félagarnir að veita viðskiptavinum sínum, fagmönnum jafnt sem almennum húsbyggjendum, framúrskarandi þjónustu. Þessi gildi frumkvöðlanna lögðu grunninn að uppbyggingu fyrirtækisins sem nú er leiðandi í sölu á byggingavörum hér á landi. Stjórnendur og starfsfólk BYKO leggja mikla áherslu á að styrkja starfsemina og bæta þjónustuna við viðskiptavini sína. Á síðari árum hefur BYKO haslað sér völl erlendis, meðal annars með uppbyggingu á öflugu timburfyrirtæki í Lettlandi. Þar er unnið timbur og timburafurðir auk þess framleiðir verksmiðjan glugga og hurðir úr timbri, svo og álklædda timburglugga.
Byko

Sölufulltrúi á fyrirtækjasviði

Við hjá BYKO erum að leita að öflugum sölufulltrúa á fyrirtækjasvið BYKO.

Ef þú ert framsækinn og faglegur starfsmaður með gleðina í fyrirrúmi þá erum við að leita að þér.

Við leitum að starfsmanni með:

 • Ríka þjónustulund
 • Góða tölvukunnáttu, þekking og notkun á forritum eins AX og Autocad er kostur
 • Menntun sem nýtist í starfi
 • Hæfni í mannlegum samskiptum
 • Áhuga á verslun og þjónustu
 • Reynslu af sölustarfi
 • Þekkingu á byggingaefni
 • Skipulögð og öguð vinnubrögð
 • Samviskusemi
 • Íslenskukunnáttu, skilyrði

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Afgreiðsla, tilboðsgerð, sala og ráðgjöf á sérlausnum og sérpöntunum, s.s. stálgrindarhús og yleiningar, til viðskiptavina
 • Samskipti við birgja
 • Önnur tilfallandi störf

Æskilegt væri að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst og verður því unnið úr umsóknum jafnóðum.

Við hvetjum einstaklinga af öllum kynjum og á öllum aldri til að sækja um.

BYKO hefur sett sér þá framtíðarsýn að skapa bestu heildarupplifun viðskiptavinar í framkvæmdum og fegrun heimilisins. Í þeirri vinnu höfum við gildin okkar að leiðarljósi; fagmennska, framsækni og gleði.

Allar nánari upplýsingar veitir Þorsteinn Lárusson, sölustjóri (steini@byko.is) eða Eggert Kristinsson (eggert@byko.is) framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs.

Auglýsing stofnuð17. mars 2023
Umsóknarfrestur31. mars 2023
Starfstegund
Staðsetning
Skemmuvegur 2A, 200 Kópavogur
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.