Leiguskjól
Leiguskjól
Leiguskjól

Sölufulltrúi

Leiguskjól leitar að öflugum sölumanni á skrifstofu fyrirtækisins. Starfið felst í samskiptum við notendur leiguvefsins myigloo.is sem er stærsti leiguvefur landsins, umsækjendur um leiguábyrgðir hjá Leiguskjóli, leigusala og leigumiðlara.

Leiguskjól er fjártæknifyrirtæki sem sérhæfir sig í leigumarkaðslausnum en félagið er í 51% eigu Arion banka. Mikill vöxtur hefur verið undanfarin misseri en um þessar mundir er byggt undir enn frekari sókn á leigumarkaði og spennandi vöruþróun.

Mikilvægur hluti af þeirri vegferð er uppbygging öflugs söluteymis sem tryggir undirstöður undir tekjugrunn félagsins.

Notendur Igloo eru yfir þrjátíu þúsund talsins og daglega sækja tugir viðskiptavina um ábyrgðir, íbúðir á leiguvef, eða skrá sig inn á vefinn annaðhvort til að leita að íbúðum eða skrá fasteignir til leigu.

Sölumenn eiga kost á árangurstengdum þóknunum (bónusar) til viðbótar við grunnlaun.

Helstu verkefni og ábyrgð
Sala á ábyrgðum
Dagleg samskipti við alla nýja notendur
Samskipti við leigumiðlara
Sala á vörum til leigusala
Menntunar- og hæfniskröfur
Reynsla af sölumennsku
Leiðtogahæfileikar
Sjálfstraust
Fríðindi í starfi
Bónusar
Auglýsing stofnuð8. júní 2023
Umsóknarfrestur22. júní 2023
Starfstegund
Staðsetning
Bjargargata 1, 102 Reykjavík
Hæfni
PathCreated with Sketch.LeiðtogahæfniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Sölumennska
Starfsgreinar
Starfsmerkingar