

Sölu- og þjónustustarf í Garminbúðinni!
Garminbúðin leitar að hressum einstakling í sölu- og þjónustu starf!
Hefur þú gaman af nýjustu tækni? Garminbúðin er með fjölbreytt úrval tækja og búnaðar fyrir íþróttafólk, fjallafólk, bíla, báta og flugvélar og líka fyrir ömmur og afa, mömmur og pabba, unga fólkið og hundana... Heilsu- og snjallúrin frá Garmin eru með vinsælustu úrum á íslandi og eru viðskiptavinir okkar ungir sem gamlir, hraustir og þeir sem ætla að bæta sig, og allt þar á milli. Svo erum við með búnað til að hjálpa björgunarsveitarfólki, veiðimönnum, göngufólki, hestafólki, bátafólki og allskonar.
Við leitum að hressum einstaklingi í sölu- og þjónustustarf í verslun okkar í Ögurhvarfi 2, Kópavogi. Um er að ræða spennandi starf í góðu starfsumhverfi þar sem dagurinn er bæði líflegur og krefjandi en þá líður dagurinn líka hratt. Mikil fjölbreytni og nýjungar gera starfið spennandi og dagurinn er fljótur að líða.
Nauðsynlegt er að hafa góð tök á íslensku og ensku, búa yfir almennri tölvukunnáttu og hafa ríka þjónustulund. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Garminbúðin er tóbakslaus vinnustaður og er vinnutími er frá 8:30 til 17:00 alla virka daga.
Eingöngu er tekið við umsóknum í tölvupósti á netfangið [email protected] eða í gegnum Alfreð.
Sölumaður í verslun og þjónusta viðskiptavini með fyrirspurnir, einföld kennsla á vöruna og hugbúnað tengd henni (oftast App í síma), gerð verkbeiðna, einfaldar viðgerðir og svo framvegis.
Matur alla daga í hádeginu.













