
Veltir
Veltir er Volvo atvinnutækjasvið Brimborgar og er til húsa í Hádegismóum 8, Árbæ. Veltir sér um þjónustu og sölu fyrir Volvo vörubíla, Volvo vinnuvélar, Volvo rútur og strætisvagna, Volvo Penta bátavélar og Renault vörubíla. Einnig er Veltir þjónustu- og söluaðili fyrir Hiab hleðslukrana, Wille fjölnotavélar, Zetterbergs ábyggingar, Reisch tengivagna, Joab ábyggingar, Tyllis ábyggingar, Mahlers mokstursbúnað, Skab vörukassa, Steelwrist rótótilt, Holms sópa og snjótennur og Dieci skotbómulyftara.
Verkstæði Veltis á Hádegismóum eru þau fullkomnustu í greininni, vel tækjum búin með framúrskarandi aðstöðu fyrir starfsfólk, með góðu aðgengi frá stofnbrautum og mjög góðu athafnarými fyrir stór tæki þar sem öll þjónusta og varahlutir eru í boði.
Vörubíla og rútuverkstæði Veltis sér um ábyrgðar- og almenna viðgerðarþjónustu við Volvo vörubíla, Renault vörubíla og Volvo rútur ásamt þjónustu við ábyggingar og aðra fylgihluti.
Vélaverkstæði Veltis sér um ábyrgðar- og almenna viðgerðarþjónustu við Volvo vinnuvélar, Volvo Penta bátavélar, Dieci skotbómulyftara og Hiab hleðslukrana og annan fylgibúnað.
Vörubílar, sendibílar, rútur, vagnar og Hammar gámalyftur fá olíu- og smurþjónustu, dekk og dekkjaþjónustu ásamt Nokian dekkjasölu, bremsur og bremsuþjónustu, vagnaþjónustu, WABCO vagna varahluti, kælikerfisþjónustu, hjólastillingu og LED vinnuljós á bíla og vélar hjá Veltir Xpress verkstæði á Hádegismóum 8 í Árbæ. Veltir Xpress annast einnig ísetningar, prófanir, skoðanir og innsiglingu á ökuritum og stillingar hraðatakmarkara. Í húsinu er einnig Frumherji með nýja og afar fullkomna skoðunarstöð.
Varahlutaþjónusta Veltis er framúrskarandi þar sem lögð er áhersla á að eiga mikið úrval varahluta á lager til að tryggja uppitíma bíla og tækja og að auki er boðið upp á sérpantanaþjónustu í sérflokki.

Sölu- og þjónustufulltrúi
Veltir / Brimborg leitar að starfskrafti í líflegt og skemmtilegt starf sölu- og þjónustufulltrúa í þjónustumóttöku vinnuvélaverkstæðis Veltis að Hádegismóum 8 í Árbæ.
Veltir býður eingöngu hágæða merki í atvinnubílum og atvinnutækjum til kröfuharðra viðskiptavina. Veltir er umboðsaðili á Íslandi fyrir Volvo vörubíla, Renault vörubíla, Volvo vinnuvélar, Volvo rútur, Volvo Penta bátavélar, Dieci skotbómulyftar, Humus sturtuvagna, Reisch tengivagna og Hiab hleðslukrana. Að auki býður Veltir sérhæfðar ábyggingar og búnað og tryggir þannig heildarlausnir fyrir viðskiptavini sína.
Við leitum að einstaklingi sem?
- Hefur náttúrulega ástríðu fyrir sölu- og framúrskarandi þjónustu
- Er skipulagður, samviskusamur og metnaðarfullur
- Nýtur sín í krefjandi og markmiðadrifnu umhverfi
- Hefur áhuga á að taka þátt í uppbyggingu og vexti Veltis á Íslandi
Við bjóðum uppá:
- Að vinna í nútímalegu húsnæði í framúrskarandi vinnuaðstöðu
- Skemmtilegt, líflegt og fjölbreytt starf hjá metnaðarfullu fyrirtæki
- Öflugt starfsmannafélag með fjölbreyttu félagslífi og viðburðum
- Fjölskylduvænan vinnustað með styttri opnunartíma, engri helgarvinnu og styttri föstudegi
Helstu verkefni og ábyrgð
- Sinna alhliða móttökustörfum
- Bóka tíma fyrir tæki á verkstæði
- Selja vöru og þjónustu
- Vinna verðáætlun/tilboð
- Fylgja eftir þjónustubeiðnum og eiga regluleg samskipti við viðskiptavini
- Fylgja eftir útistandandi sölupöntunum
- Undirbúa komu tækis á verkstæði
- Skrifa út reikninga
Menntunar- og hæfniskröfur
- Stúdentspróf eða önnur menntun sem nýtist í starfi
- Æskilegt að viðkomandi hafi þekkingu á vinnuvélum/vörubílum
- Framúrskarandi þjónustulund og samskiptahæfileikar
- Frumkvæði í starfi og unnið sjáfstætt
- Snyrtimennska og stundvísi
- Heiðarleg, áreiðanleg og vönduð vinnubrögð
- Færni í notkun upplýsingatæknikerfa
- Góð íslensku - og enskukunnátta
- Gilt bílpróf
Fríðindi í starfi
- Fjölbreytt fríðindi samkvæmt mannauðsstefnu Brimborgar
- Niðurgreiddur hádegismatur
- Afsláttur af vöru og þjónustu fyrirtækisins
- Árlegur íþrótta- og heilsustyrkur
- Þú færð frí á afmælisdaginn þinn, enda stórmerkilegur dagur
- Gufubað
Auglýsing birt17. janúar 2026
Umsóknarfrestur27. janúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
EnskaNauðsyn
Staðsetning
Hádegismóar 8, 110 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
AfgreiðslaBílvélaviðgerðirDynamics AXHreint sakavottorðMicrosoft CRMÖkuréttindiStundvísiÞjónustulund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Þekkt barnafataverslun leitar að sölufulltrúa í fjölbreytt og skemmtilegt starf
Polarn O. Pyret

Borðplötuvinnsla - hlutastarf/Table top cutting part time
BAUHAUS slhf.

Stöðvarstjóri bifreiðaþjónustu
Nesdekk (Dekkjaland)

Client Success Specialist
Nasdaq

Lífeyris og tryggingaráðgjafi
Tryggingamiðlun Íslands

Söluráðgjafi
Íspan Glerborg ehf.

Söluráðgjafi í Nýja bíla
Toyota

Vélgæslumaður – Eftirlit og viðhald búnaðar í fyrirtæki okkar á Akureyri
TDK Foil Iceland ehf

Bílamálari , Bifreiðasmiður.
Bílamál ehf

Viðskiptastjóri hjá fjártæknifyrirtæki
Kríta

Þjónustumaður á verkstæði
Íslyft / Steinbock þjónustan ehf

Sérfræðingur í vélarafmagni
Íslyft / Steinbock þjónustan ehf