Veltir
Veltir
Veltir

Sölu- og þjónustufulltrúi

Veltir / Brimborg leitar að starfskrafti í líflegt og skemmtilegt starf sölu- og þjónustufulltrúa í þjónustumóttöku vinnuvélaverkstæðis Veltis að Hádegismóum 8 í Árbæ.

Veltir býður eingöngu hágæða merki í atvinnubílum og atvinnutækjum til kröfuharðra viðskiptavina. Veltir er umboðsaðili á Íslandi fyrir Volvo vörubíla, Renault vörubíla, Volvo vinnuvélar, Volvo rútur, Volvo Penta bátavélar, Dieci skotbómulyftar, Humus sturtuvagna, Reisch tengivagna og Hiab hleðslukrana. Að auki býður Veltir sérhæfðar ábyggingar og búnað og tryggir þannig heildarlausnir fyrir viðskiptavini sína.

Við bjóðum uppá

Nýjustu bíltækni og framúrskarandi aðstöðu

  • Starfið er lifandi og spennandi þar sem unnið er við nýjustu tækni með háþróuðum tækjabúnaði sem eykur skilvirkni og léttir störfin

Frábæra starfsmannaaðstöðu

  • Glæsilega búningaaðstöðu og öflugt starfsmannafélag sem skipuleggur fjölbreytta viðburði og félagslíf

Fjölskylduvænan vinnustað

  • Sveigjanleiki í vinnu

Metnaðarfulla stjórnun

  • Fyrirmyndarfyrirtæki Creditinfo
  • Fyrirmyndarfyrirtæki í starfsnámi Nemastofu 2025
  • Moodup - Vinnustaður í fremstu röð 2024
  • Jafnlaunavottað fyrirtæki
  • Brauðryðjandi í styttingu vinnutímans

Við leitum að jákvæðum og drífandi einstaklingi með brennandi áhuga á tækni og nýjungum sem langar að starfa með sterku liði sérfræðinga þar sem miklir möguleikar eru á símenntun og starfsþróun.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Sinna alhliða móttökustörfum
  • Bóka tíma fyrir tæki á verkstæði
  • Selja vöru og þjónustu
  • Vinna verðáætlun/tilboð
  • Fylgja eftir þjónustubeiðnum og eiga regluleg samskipti við viðskiptavini
  • Fylgja eftir útistandandi sölupöntunum
  • Undirbúa komu tækis á verkstæði
  • Skrifa út reikninga
  • Leigja út bílaleigubíla og sinna daglegri umsýslu þeirra
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Stúdentspróf eða önnur menntun sem nýtist í starfi
  • Æskilegt að viðkomandi hafi þekkingu á vinnuvélum/vörubílum
  • Framúrskarandi þjónustulund og samskiptahæfileikar
  • Frumkvæði í starfi og unnið sjáfstætt
  • Snyrtimennska og stundvísi
  • Heiðarleg, áreiðanleg og vönduð vinnubrögð
  • Færni í notkun upplýsingatæknikerfa
  • Góð íslensku - og enskukunnátta
  • Gilt bílpróf
Fríðindi í starfi

Fjölbreytt fríðindi samkvæmt mannauðsstefnu Brimborgar

  • Niðurgreiddur hádegismatur
  • Afsláttur af vöru og þjónustu fyrirtækisins
  • Árlegur íþrótta- og heilsustyrkur
  • Gufubað
Auglýsing birt8. apríl 2025
Umsóknarfrestur21. apríl 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Hádegismóar 8, 110 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.AfgreiðslaPathCreated with Sketch.BílvélaviðgerðirPathCreated with Sketch.Dynamics AXPathCreated with Sketch.Hreint sakavottorðPathCreated with Sketch.Microsoft CRMPathCreated with Sketch.ÖkuréttindiPathCreated with Sketch.StundvísiPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar