

Sölu- og Markaðsstjóri í Hvammsvík
Vilt þú taka þátt í áframhaldandi þróun ferðaþjónustu í Hvammsvík í Hvalfirði?
Hvammsvík Sjóböð fagna brátt eins árs afmæli og hafa móttökurnar verið vonum framar. Til stendur að fjölga húsum í gistingu og auka þjónustuna enn frekar á svæðinu næstu árin.
Til að styðja við vöxtinn og tryggja að við séum að mæta þörfum gesta okkar erum við að leita að reynslumiklum einstakling til að taka yfir stöðu Sölu- og Markaðsstjóra Hvammsvíkur. Viðkomandi ber fulla ábyrgð á allri sölu og tekjuöflun félagsins svo og markaðssetningu Hvammsvíkur bæði innanlands og erlendis. Við leggjum mikla áherslu á að byggja upp öfluga þjónustu og viðburði í einstöku umhverfi og stefnum að því að búa til einstakan áfangastað þar sem bæði innlendir og erlendir gestir geta komið og notið því besta sem völ er á í gistingu, veitingum, margvíslegri heilsusamlegri afþreyingu, útiveru og að sjálfsögðu einstöku náttúrulaugunum í Hvammsvík. Starfið er fjölbreytt og margþætt en það er skilyrði að umsækjendur búi yfir góðri reynslu í stafrænni markaðssetningu og sölu.











