Hvammsvík
Hvammsvík
Hvammsvík er náttúruperla í miðjum Hvalfirðinum þar sem stefnt er að áframhaldandi uppbyggingu áfangastaðar, bæði fyrir Íslendinga og erlenda ferðamenn. Markmið okkar og sérstaða er að setja náttúruna og umhverfið í fyrsta sæti og öll upplifun mun byggjast á því. Gestir njóta í heitum náttúrulaugum bókstaflega í fjöruborðinu, sem sumar hverjar birtast og hverfa á víxl þar sem Atlantshafið flæðir í og úr laugunum. Þær eru þannig misheitar, allt frá 42C niður í hitastig sjávar.
Hvammsvík

Sölu- og Markaðsstjóri í Hvammsvík

Vilt þú taka þátt í áframhaldandi þróun ferðaþjónustu í Hvammsvík í Hvalfirði?

Hvammsvík Sjóböð fagna brátt eins árs afmæli og hafa móttökurnar verið vonum framar. Til stendur að fjölga húsum í gistingu og auka þjónustuna enn frekar á svæðinu næstu árin.

Til að styðja við vöxtinn og tryggja að við séum að mæta þörfum gesta okkar erum við að leita að reynslumiklum einstakling til að taka yfir stöðu Sölu- og Markaðsstjóra Hvammsvíkur. Viðkomandi ber fulla ábyrgð á allri sölu og tekjuöflun félagsins svo og markaðssetningu Hvammsvíkur bæði innanlands og erlendis. Við leggjum mikla áherslu á að byggja upp öfluga þjónustu og viðburði í einstöku umhverfi og stefnum að því að búa til einstakan áfangastað þar sem bæði innlendir og erlendir gestir geta komið og notið því besta sem völ er á í gistingu, veitingum, margvíslegri heilsusamlegri afþreyingu, útiveru og að sjálfsögðu einstöku náttúrulaugunum í Hvammsvík. Starfið er fjölbreytt og margþætt en það er skilyrði að umsækjendur búi yfir góðri reynslu í stafrænni markaðssetningu og sölu.

Helstu verkefni og ábyrgð
Yfirumsjón með tekjuöflun félagsins
Verðstýring
Samningagerð og samskipti við ferðaskrifstofur og endursöluaðila
Stafræn markaðssetning
Umsjón með markaðssetningu vörumerkja Hvammsvíkur
Gerð sölu- og markaðsáætlana og eftirfylgni
Menntunar- og hæfniskröfur
Háskólamenntun sem nýtist í starfi
Framúrskarandi íslensku- og enskukunnátta í töluðu og rituðu máli
Haldbær reynsla af sölustjórnun og stafrænni markaðssetningu í ferðaþjónustu
Frábærir samskiptahæfileikar og geta til að vinna bæði í teymi og sem einstaklingur
Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð, drifkraftur, frumkvæði, jákvæðni og áreiðanleiki
Umbótasinnaður og lausnamiðaður hugsunarháttur
Auglýsing stofnuð25. maí 2023
UmsóknarfresturEnginn
Starfstegund
Staðsetning
Grófin 1, 101 Reykjavík
Hvammsvík 126106, 276 Mosfellsbær
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.SamningagerðPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.Sölumennska
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.