
Sölu- og markaðsstjóri
Amazingtours óskar eftir að ráða öflugan og árangursdrifinn einstakling í stöðu sölu- og markaðsstjóra. Viðkomandi ber ábyrgð á sölu- og markaðsmálum fyrirtækisins og tekur þátt í stefnumótun og áætlanagerð. Leitað er að hugmyndaríkum og kraftmiklum leiðtoga til að leiða öflugt söluteymi með það að markmiði að hámarka árangur fyrirtækisins.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Forysta, sölustjórnun, gerð söluáætlana og eftirfylgni.
- Uppbygging og markaðssetning vörumerkis fyrirtækisins til einstaklinga (B2C) og fyrirtækja (B2B) jafnt á Íslandi sem erlendis.
- Greining markaða og viðskiptatækifæra ásamt uppbyggingu langtíma viðskiptasambanda
- Viðskiptaáætlanir fyrir þróun á nýjum ferðum.
- Umsjón með vef og kynningarmálum fyrirtækisins í samstarfi við sérhæfða markaðsstofu
- Ábyrgð á markmiðasetningu og árangri starfsmanna sölu- og markaðsteymis
- Þáttaka í sölu- og markaðsráðstefnum á Íslandi og erlendis.
Menntunar og hæfniskröfur:
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi og/eða mikil reynsla sem nýtist í starf
- Reynsla af uppbyggingu og stjórnun teyma
- Reynsla af sölu- og markaðsmálum
- Reynsla af ferðaþjónustu er æskileg
- Sjálfstæð og fagleg vinnubrögð, lausnamiðuð hugsun og jákvæðni
- Framúrskarandi samskipta- og leiðtogahæfni, frumkvæði og sveigjanleiki
- Góð greiningahæfni og metnaður til að ná árangri
- Góð almenn tölvukunnátta
- Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti
Umsóknarfrestur er til og með 12. júní 2023. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf að fylgja starfsferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál og þeim svarað að ráðningu lokinni.
Nánari upplýsingar veitir Sigríður Svava Sandholt (sigridur@intellecta.is) og Hafdís Ósk Pétursdóttir (hafdis@intellecta.is) í síma 511 1225.











