Aðstoðarskólastjóri óskast í Snælandsskóla

Snælandsskóli Digranesvegur 1, 200 Kópavogur


Aðstoðarskólastjóri í Snælandsskóla

Leitað er að stjórnanda sem hefur metnað og býr yfir hæfni til að skipuleggja krefjandi og framsækið skólastarf í samvinnu við aðra stjórnendur, starfsfólk, foreldra og nemendur. Aðstoðarskólastjóri er staðgengill skólastjóra og jafnframt deildarstjóri á unglingastigi og ber ábyrgð á og stjórnar daglegu starfi þess. Leitað er að faglegum leiðtoga til að leiða breytingar á skólastarfi í anda kennsluhátta 21. aldar.

Snælandsskóli er heildstæður 434 nemenda grunnskóli staðsettur í Fossvogsdal. Skólinn byggir á langri hefð fyrir framsæknu og árangursríku skólastarfi þar sem áhersla hefur verið  lögð á þátttöku í margs konar þróunar- og nýbreytniverkefnum. Skólinn hefur lagt mikla áherslu á umhverfismál og fengið Grænfánann sjö sinnum auk þess að vera fyrsti grunnskóli á Íslandi með heilsustefnu. Í öllu starfi skólans er áhersla lög á góðan skólabrag og forvarnir í anda eineltisáætlunar Olweusar. Einkunnarorð skólans eru: Viska, virðing, víðsýni og vinsemd.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Að vera í forystu um framkvæmd faglegrar stefnu skólans í anda kennsluhátta 21. aldar
  • Að vera faglegur leiðtogi við innleiðingu á tækni og öðrum skólaþróunarverkefnum
  • Að bera faglega ábyrgð á daglegu starfi unglingadeildar og vinna að öflugu samstarfi og teymisvinnu innan skólasamfélagsins
  • Að bera faglega ábyrgð á innra mati skólans, skráningu og úrvinnslu gagna

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Kennsluréttindi og kennslureynsla á grunnskólastigi er skilyrði
  • Framhaldsmenntun (MA, MEd, MBA eða diplóma að lágmarki) á sviði stjórnunar, uppeldis- og menntunarfræða eða sambærilegra greina er skilyrði
  • Reynsla af stjórnun og faglegri forystu á sviði kennslu og þróunar í grunnskólastarfi er skilyrði
  • Metnaður í starfi og áhugi á skólaþróun
  • Forystuhæfileikar, samskiptahæfni og góðir skipulagshæfileikar

 

Frekari upplýsingar

Umsókn skal fylgja yfirlit yfir menntun og reynslu, leyfisbréf grunnskólakennara, greinargerð um sýn umsækjanda á skólastarf og önnur gögn er málið kunna að varða.


Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ.

Upplýsingar gefur Magnea Einarsdóttir skólastjóri, s. 441 4200 / 698 0828. Einnig má senda fyrirspurnir á netfangið mein@kopavogur.is

Konur jafnt sem karlar eru hvattir til að sækja um starfið.

Einungis er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is

Umsóknarfrestur:

25.02.2019

Auglýsing stofnuð:

25.01.2019

Staðsetning:

Digranesvegur 1, 200 Kópavogur

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Kennsla og rannsóknir Stjórnunarstörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi