Beautybox
Beautybox er metnaðarfull snyrtivöruverslun og netverslun sem leggur ríka áherslu á persónulega og góða þjónustu.
Sniðugur snyrtivöruráðgjafi í Beautybox
Við leitum að öflugum söluaðila með ríka þjónustulund og brennandi áhuga á snyrtivörum til þess að þjónusta viðskiptavini í verslun og netverslun.
Fullt starf, vinnutími 9-17 virka daga og möguleiki á föstum eða auka laugardögum 11-16 ef áhugi er á.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Þjónusta og ráðgjöf til viðskiptavina í verslun og netverslun.
- Leiðbeina viðskiptavinum um val á réttum snyrtivörunum og sýna viðskiptavinum hvernig vörur eru notaðar.
- Förðunar og húðumhirðu ráðgjöf til viðskiptavina.
- Pökkun netpantana.
- Almenn verslunarstörf.
- Setja inn vörur í netverslun og önnur tölvuvinna.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Söluhæfileikar, mikil þjónustulund og fagleg framkoma.
- Sniðugur á samfélagsmiðlum er kostur.
- Grunnhæfni í tölvum.
- Brennandi áhugi á snyrtivörum.
- Reynsla af verslunar og þjónustustarfi er kostur.
- Förðunar eða snyrtifræðumentun er kostur – eða mjög mikill áhugi á snyrtivörum og þekking. Starfsmenn fara í gegnum þjálfunarferli og fá kynningu á vörumerkjum og vörum en góður grunnur og skilningur er nauðsynlegur.
- Góð íslensku og enskukunnátta.
- Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð.
- Við hvetjum öll kyn og allan aldur til að sækja um.
Fríðindi í starfi
- Starfsmenn fá reglulega snyrtivörugjafir því mikilvægt er að prófa vörur til þess að vita hvernig á að selja þær.
Auglýsing birt10. nóvember 2024
Umsóknarfrestur18. nóvember 2024
Tungumálahæfni
Íslenska
FramúrskarandiNauðsyn
Enska
Mjög góðNauðsyn
Staðsetning
Síðumúli 22, 108 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
FörðunFrumkvæðiSjálfstæð vinnubrögðSölumennskaÞjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)
Starfsmaður í verslun óskast
AB Varahlutir
Starfsfólk í verslun - Kauptún
ILVA ehf
Við leitum að snillingum í fullt starf og í hlutastarf!
King Kong ehf.
Afgreiðsla í verslun
S4S
Er AIR Smáralind að leita að þér?
S4S - AIR
Sölu- og þjónusturáðgjafar
Nova
Ertu jólabarn? Jólahlutastarf á Laugaveginum
Flying Tiger Copenhagen
Þjónustufulltrúi skipulags- og byggingarmála
Fjarðabyggð
Sala og ráðgjöf
ÍslandsApótek
Ráðgjafi á sölu og þjónustusviði
Rekstrarvörur ehf
Afgreiðsla/Grill
Holtanesti
Ísafjörður
N1