Bláa Lónið
Bláa Lónið
Bláa Lónið

Smiður óskast til starfa á fasteignasviði Bláa Lónsins

Bláa Lónið óskar eftir vandvirkum og lausnamiðuðum smið til starfa í viðhaldsdeild fyrirtækisins. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf þar sem unnið er að viðhaldi, viðgerðum og endurbótum á fasteignum og innviðum Bláa Lónsins.

Helstu verkefni:

· Viðhald og viðgerðir á fasteignum og innviðum

· Almenn smíðavinna og frágangur

· Uppsetning og endurbætur á innréttingum og búnaði

· Önnur tilfallandi verkefni innan fasteignasviðs

Hæfniskröfur:

· Reynsla af viðhaldsverkefnum er kostur

· Frumkvæði, lausnamiðuð hugsun og sjálfstæði í vinnubrögðum

· Góð samskipta- og samstarfshæfni

· Áreiðanleiki, stundvísi og fagmennska

· Sveinsbréf eða meistarabréf í húsasmíði

Umsóknarfrestur er til og með 30. apríl 2025.

Nánari upplýsingar veitir Matthías Ásgeirsson, forstöðumaður fasteignareksturs og viðhalds, í netfangið [email protected].

Bláa Lónið er fjölbreyttur, spennandi og skemmtilegur vinnustaður þar sem lögð er rík áhersla á öfluga liðsheild og góðan starfsanda. Starfsfólk Bláa Lónsins nýtur fjölbreyttra fríðinda í starfi, þar á meðal aðgangs að gæðamötuneyti, styrkja til líkamsræktar, aðgangs að Bláa Lóninu og ýmissa afslátta af vörum og þjónustu félagsins. Einnig býðst starfsfólki reglulega að nýta sér sértilboð hjá samstarfsaðilum okkar.

Auglýsing birt14. apríl 2025
Umsóknarfrestur30. apríl 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Valkvætt
Mjög góð
EnskaEnska
Valkvætt
Mjög góð
Staðsetning
Norðurljósavegur 9, 240 Grindavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Meistarapróf í iðngreinPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.StundvísiPathCreated with Sketch.Sveinspróf
Starfsgreinar
Starfsmerkingar