Félagsstofnun stúdenta
Félagsstofnun stúdenta
Félagsstofnun stúdenta

Smiður

Stúdentagarðar óska eftir smið til vinnu. Smiður sinnir öllu almennu viðhaldi á Stúdentagörðum og hjá öðrum einingum innan Félagsstofnunar stúdenta, s.s. leikskóla og veitingasölu eftir þörfum. Smiður sinnir nýsmíði og innkaupum á efni eftir þörfum.

Smiður mætir stúdentum með hlýlegu viðmóti og framúrskarandi þjónustu.

Helstu verkefni

  • Sinnir öllu almennu viðhaldi á Stúdentagörðum og hjá FS, sem honum eru falið
  • Sinnir nýsmíði á Stúdentagörðum og hjá FS, sem honum er falið
  • Umsjón með tækjum og tólum í hans vörslu
  • Þrif á verkstæði
  • Góð umgengni um sendibíl og þrif eftir notkun eftir þörfum
  • Önnur tilfallandi störf

Hæfniskröfur (persónueiginleikar og þekking)

  • Iðnmenntun nauðsynleg (þ.e. sveinsbréf í húsasmíði)
  • Hreint sakavottorð
  • Reynsla af sambærilegu starfi er æskileg
  • Þjónustulyndi
  • Hlýlegt viðmót
  • Lausnamiðað og jákvætt viðhorf
  • Góð samskiptahæfni
  • Snyrtimennska
  • Samviskusemi
  • Skipulagshæfni
  • Góð íslenskukunnátta er skilyrði, enska er kostur
  • Almenn tölvukunnátta

Um 100% starf er að ræða.

Auglýsing stofnuð4. júní 2024
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
EnskaEnskaMeðalhæfni
ÍslenskaÍslenskaMeðalhæfni
Staðsetning
Eggertsgata 6, 101 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.SmíðarPathCreated with Sketch.Útkeyrsla
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar