IKEA
IKEA
IKEA

Smiður

Laus er til umsóknar staða smiðs hjá útstillingadeild IKEA. Vinnutími er á milli kl. 8-16 alla virka daga. Innan útstillingadeildar starfar fjölbreyttur, lifandi og skemmtilegur hópur fólks með fjölbreyttan bakgrunn og víðtæka þekkingu á sviði hönnunar ásamt teymi iðnaðarmanna.

Við leitum að reynslumiklum, lausnamiðuðum einstaklingi með auga fyrir smáatriðum og færni til að leiða lítinn hóp iðnaðarmanna ásamt því að sinna fjölbreyttum verkefnum deildarinnar.

Helstu verkefni felast í smíða- og málningarvinnu, ásamt öðrum tilfallandi verkefnum fyrir útstillingadeild með fagmennsku og hagkvæmni að leiðarljósi. Í starfinu felst jafnframt aðstoð við umsjónarmann fasteigna við smíðavinnu ef þörf krefur.

Hæfniskröfur:

  • Sveinspróf í trésmíði/húsasmíði
  • Reynsla af smiðsstörfum
  • Reynsla af uppsetningu innréttinga og parketlögn er kostur
  • Nákvæmni í vinnubrögðum
  • Auga fyrir smáatriðum
  • Áhugi á hönnun og húsbúnaðarlausnum
  • Hæfni til að útskýra og kynna hugmyndir munnlega
  • Geta til að forgangsraða og vinna undir álagi

Nánari upplýsingar um starfið veitir Guðríður Helgadóttir, útstillingastjóri (gudridur.helgadottir@IKEA.is)

Fríðindi í starfi
  • Afsláttur af IKEA vörum
  • Aðgengi að sumarbústað til einkanota
  • Frí heilsufarsskoðun og velferðarþjónusta frá utanaðkomandi fagaðila
  • Ýmsir styrkir - m.a. heilsueflingarstyrkur, samgöngustyrkur og námsstyrkur
  • Niðurgreiddur heilsusamlegur matur og fríir ávextir
  • Aðgengi að námskeiðum og fræðslu til að styrkja persónulega hæfni og framþróun
Auglýsing stofnuð19. janúar 2024
UmsóknarfresturEnginn
Staðsetning
Kauptún 4, 210 Garðabær
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar