Iðjuverk ehf.
Iðjuverk ehf.
Iðjuverk ehf.

Smiðir óskast.

Við hjá Iðjuverk ehf. erum að leita okkur að framtíðarstarfsmönnum við smíðar sem og öðrum byggingarstörfum.

Iðjuverk ehf. er byggingarverktaki sem gerir út frá Flúðum og erum við með fjölbreytt verkefni víða á suðurlandi. Þannig hentugast er að einstaklingur sé búsettur í uppsveitum Árnessýslu eða í kringum Selfoss.

Verkefnastaðan hjá okkur er mjög góð á næstunni við fjölbreytt verkefni allt frá mótauppslætti að innanhús tréverki.

Helstu verkefni og ábyrgð

Mótauppsláttur

Járnabinding

Reisning límtrésvirkja

Klæðning yleininga

Ýmis trésmíði. T.d. smíði timburgrinda, klæðning þaka.

Menntunar- og hæfniskröfur

Sveinspróf í húsasmíði eða skildum iðngreinum er stór kostur.

Reynsla við smíðar eða aðra byggingarvinnu.

Vinnusemi og stundvísi er í hávegum höfð hjá okkur.

Fríðindi í starfi

Við bjóðum samkeppnishæf laun eftir reynslu og menntun einstaklinga.

Atvinnuveitandi kostar kaffi og matarkostnað innan vinnutíma.

Önnur fríðindi er vel hægt að semja um eftir aðstæðum.

Auglýsing birt24. mars 2025
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Grunnfærni
Staðsetning
Flúðir 166900, 845 Flúðir
Starfstegund
Hentugt fyrir
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar