Klettaskóli
Klettaskóli

Smíðakennari - Klettaskóli

Smíðakennara vantar í Klettaskóla, sérskóla fyrir nemendur með þroskahömlun og viðbótarfatlanir. Starfsmenn vinna í teymum og þurfa að hafa góða samstarfs- og samskiptahæfni, vega sveigjanlegir og tilbúnir að takast á við krefjandi en gefandi verkefni.

Klettaskóli er sérskóli fyrir nemendur á aldrinum 6-16 ára með þroskahömlun og viðbótarfatlanir og þjónar öllu landinu. Eitt af hlutverkum skólans er að veita starfsfólki annarra grunnskóla ráðgjöf og kennslufræðilegan stuðning vegna nemenda sem hafa svipaðar námsþarfir og nemendur í Klettaskóla. Nám í Klettaskóla er einstaklingsmiðað og byggt á forsendum og styrkleikum hvers nemanda. Einkunnarorð skólans eru "Menntun fyrir lífið".

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Hafa umsjón með smíðakennslu skólans í samráði við stjórnendur, aðra kennara og foreldra
  • Vinna einstaklingsnámskrár og námsmat
  • Vinna að þróun skólastarfs með stjórnendum og samstarfsmönnum
  • Stuðla að velferð nemenda í samstarfi við foreldra og annað fagfólk
  • Vinna samkvæmt stefnu skólans
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Leyfisbréf kennara, fylgi umsókn
  • Kennaramenntun með áherslu á smíðakennslu
  • Reynsla af kennslu í grunnskóla er kostur
  • Lipurð í samskiptum og sveigjanleiki í starfi
  • Faglegur metnaður, frumkvæði í starfi og áhugi á að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi
  • Sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð
  • Lipurð í samskiptum og sveigjanleiki í starfi
  • Stundvísi
  • Góð íslenskukunnátta
Auglýsing birt6. september 2024
Umsóknarfrestur27. september 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaFramúrskarandi
Staðsetning
Suðurhlíð 9, 105 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar