Frístundaleiðbeinendur

Smáraskóli Dalsmári 1, 201 Kópavogur


Frístundaleiðbeinendur óskast í Drekaheima sem er frístundaheimili Smáraskóla.

Smáraskóli er heildstæður grunnskóli með um 420 nemendur í 1.-10. bekk. Skólinn er staðsettur neðst í Kópavogsdal í fallegu umhverfi nálægt íþróttamannvirkjum og fjölbreyttri og fallegri náttúru. Í skólanum er áhersla á teymiskennslu og gott samstarf nemenda og starfsmanna. Einkunnarorð skólans eru; virðing, vöxtur, viska og víðsýni.

Við Smáraskóla er rekið frístundaheimili fyrir nemendur í 1.-4. bekk og starfar það samkvæmt stefnu stefnu Kópavogsbæjar um málefni frístunda- og klúbbastarfs þar sem lögð er áhersla á að hver einstaklingur fái að njóta sín og þroskast í umhverfi sem einkennist af hlýju, öryggi og virðingu. 

Frístundaheimilið er opið eftir að hefðbundnum skólatíma lýkur á daginn, yfirleitt á bilinu kl. 13-17, auk þess að vera opið allan daginn í einhverjum tilfellum þá daga sem ekki er kennsla í skólanum. Vinnutími getur hentað fólki sem er í námi.

Ráðningartími og starfshlutafall:

Lausar eru stöður starfsmanna í frístund skólaárið 2019-2020. Starfshlutfall er um 40-50%.

Viðkomandi þarf að geta byrjað sem fyrst en skólasetning er föstudaginn 23. ágúst.

Menntunar- og hæfniskröfur:

Nauðsynlegt að viðkomandi hafi reynslu af vinnu með börnum.

  • Reynsla og áhuga á starfi með börnum.
  • Þolinmæði og hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Vera skipulagður, geta sýnt sjálfstæði og frumkvæði.
  • Stundvísi og áreiðanleiki skilyrði.
  • Framhaldskólamenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi æskileg.

Fekari upplýsingar:

Laun eru samkvæmt kjarasamningi launanefndar sveitarfélaga og Starfsmannafélags Kópavogs.

Nánari upplýsingar um störfin veitir Börkur Vígþórsson, skólastjóri, í símum 441-4800 og 664-8366. 

Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið.

Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt í gegnum Alfreð.

Umsóknarfrestur:

22.08.2019

Auglýsing stofnuð:

08.08.2019

Staðsetning:

Dalsmári 1, 201 Kópavogur

Starfstegund:

Hlutastarf


Starfsgreinar
Kennsla og rannsóknir

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi