Fjarðabyggð
Fjarðabyggð er það sveitarfélag sem austast liggur á landinu með rúmlega 5.000 íbúa. Það varð til við samruna 14 sveitarfélaga sem fór fram í nokkrum áföngum á árunum 1988 til 2018 og er Fjarðabyggð því eitt yngsta sveitarfélag landsins. Þú ert á góðum stað eru kjörorð sveitarfélagsins.
Í Fjarðabyggð eru stórbrotnir firðir og tignarleg fjöll aðeins brot af því besta. Menning og fjölbreytt mannlíf er ekki síður minnistætt þeim sem heimsækja sveitarfélagið. Eitt af öðru raða lágreist sjávarþorpin sér meðfram strandlengjunni, hvert með sínum bæjarbrag og áhugaverðu sérkennum.
Bæjarkjarnar sveitarfélagsins eru sjö talsins og jafnan kenndir við firðina eða víkurnar sem þeir standa við. Það er þó ekki einhlítt. Neskaupstaður í Norðfirði er fjölmennasta byggðin, með um 1.500 íbúa, en minnst er Brekkuþorp í Mjóafirði með 15 íbúa. Á Eskifirði eru íbúar um 1.000 talsins og tæplega 1.300 búa á Reyðarfirði. Á Fáskrúðsfirði eru íbúar um 700, um 200 manns búa á Stöðvarfirði og í Breiðdal búa einnig um 200 manns.
Fjarðabyggð byggir á sterkum grunni hvað atvinnu- og verðmætasköpun varðar. Gjöful fiskimið eru undan ströndum Austfjarða og er útgerð og vinnsla sjávarafurða ein af meginstoðum atvinnulífsins ásamt álframleiðslu og tengdum þjónustugreinum. Verslun og þjónusta gegna einnig mikilvægu hlutverki og hefur ferðaþjónusta vaxið hratt á undanförnum árum. Þá jókst mikilvægi landbúnaðar í Fjarðabyggð árið 2018 með sameiningu sveitarfélagsins við landbúnaðarhéraðið Breiðdal.
Slökkviliðsstjóri slökkviliðs Fjarðabyggðar
Fjarðabyggð auglýsir laust til umsóknar starf slökkviliðsstjóra Slökkviliðs Fjarðabyggðar.
Um er að ræða 100% starf með starfsstöð í slökkvistöðinni á Hrauni á Reyðarfirði þar sem öflugt atvinnulið starfar á sólarhringsvöktum. Slökkvilið Fjarðabyggðar er auk þess með starfstöðvar í öðrum byggðakjörnum Fjarðabyggðar mannað hlutastarfandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamönnum.
Við leitum að öflugum og framsýnum leiðtoga til vinna með áherslur bæjarfélagsins í þróun öryggismála að leiðarljósi.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Rekstur slökkviliðs og dagleg stjórnun starfsstöðva slökkviliðs Fjarðabyggðar.
- Leiðir faglegt starf slökkviliðsins og ber ábyrgð á að starfsemin sé í samræmi við lög og reglugerðir.
- Stýrir úttektum, eldvarnareftirliti og stjórnun aðgerða.
- Ábyrgð á gerð samninga um þjónustu slökkviliðs í Fjarðabyggð í samráði við bæjarstjóra.
- Ber ábyrgð á skipulagi þjálfunar og stýrir þjálfun slökkviliðsins.
- Ber ábyrgð á og skipuleggur slökkvistarf utanhúss, annast vatnsöflun, reyklosun og dælingu.
- Umsjón og eftirlit með búnaði almannavarna í Fjarðabyggð og samskipti við viðbragðsaðila vegna almannavarna. Situr í aðgerðarstjórn almannavarna.
- Upplýsingagjöf og ráðgjöf til fyrirtækja og stofnana í sveitarfélaginu um lög, reglugerðir og stjórnvaldsfyrirmæli varðandi eldvarnir og öryggi.
- Ábyrgð á gerð fjárhagsáætlunar og eftirliti með útgjöldum slökkviliðs og þeim hluta almannavarna sem tilheyrir Fjarðabyggð.
- Slökkviliðsstjóri starfar samkvæmt lögum nr. 75/2000.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Uppfylla skilyrði reglugerðar nr. 792/2001 um menntun, réttindi og skyldur slökkviliðsmanna og laga nr. 75/2000 um brunamál.
- Löggilding sem slökkviliðsmaður og sjúkraflutningamaður er skilyrði.
- Farsæl reynsla af stjórnun slökkviliðs er áskilin.
- Framúrskarandi leiðtogahæfni, drifkraftur og fagmennska.
- Jákvætt viðhorf og mjög góð samskiptafærni.
- Skipulagshæfni, sjálfstæð og öguð vinnubrögð.
- Færni til að koma frá sér efni í ræðu og riti, bæði á íslensku og ensku.
Auglýsing birt1. október 2024
Umsóknarfrestur13. október 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaMjög góð
EnskaMeðalhæfni
Staðsetning
Slökkvistöðin á Reyðarfirði
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiLíkamlegt hreystiMetnaðurSjálfstæð vinnubrögðVinna undir álagi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (11)
Forstöðumaður Menningarstofu Fjarðabyggðar
Fjarðabyggð
Starfsfólk við leikskólann Lyngholt
Fjarðabyggð
Leikskólakennarar Leikskólann Lyngholt
Fjarðabyggð
Forstöðumaður bókasafns Norðfjarðar
Fjarðabyggð
Kvenkyns sundlaugavörður
Fjarðabyggð
Stuðningsfulltrúi við Eskifjarðarskóla
Fjarðabyggð
Deildarstjóri sérkennslu við Eskifjarðarskóla
Fjarðabyggð
Þroskaþjálfi við Eskifjarðarskóla
Fjarðabyggð
Skólastjóri Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar
Fjarðabyggð
Aðstoðarskólastjóri Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar
Fjarðabyggð
Frístundarleiðbeinandi í félagsmiðstöðvar Fjarðabyggðar
Fjarðabyggð
Sambærileg störf (12)
Yfirþjálfari yngri flokka
Breiðablik
Forstöðumaður Tómstundaseturs
Hafnarfjarðarbær
Stöðvarstjóri - Akureyri
Terra hf.
Skrifstofustjóri skrifstofu fjármála í heilbrigðisráðuneytin
Heilbrigðisráðuneytið
MRO & CAPEX Director
Embla Medical | Össur
FRAMKVÆMDASTJÓRI
Heimavist MA og VMA
Staða Vallarstjóra Golfklúbbs Öndverðarness
Golfkúbbur Öndverðarness
Innkaupa- og aðfangastjóri (Supply Chain Manager)
BIOEFFECT ehf.
Áhættustjóri
Birta lífeyrissjóður
Supply Chain Manager
NEWREST ICELAND ehf.
User Insight Manager | Össur
Embla Medical | Össur
Slökkviliðsstjóri - Skaftárhreppur
Skaftárhreppur