Skurðhjúkrunarfræðingur á göngudeild augnsjúkdóma
Við óskum eftir að ráða skurðhjúkrunarfræðing í dagvinnu á göngudeild augnsjúkdóma á Eiríksgötu 5. Göngudeildin er miðstöð augnsjúkdóma í landinu og skiptist í göngudeild, dagdeild og skurðstofur.
Verkefnin eru fjölbreytt og fela í sér fyrst og fremst hjúkrun á sérhæfðum skurðstofum tengt aðgerðum á augum, undirbúning fyrir augnaðgerðir og þátttöku í verkefnum deildarinnar. Á deildinni ríkir góður starfsandi og þverfaglegt samstarf. Við leitum eftir framsæknum og metnaðarfullum hjúkrunarfræðingi með reynslu af skurðhjúkrun sem hefur áhuga á augnsjúkdómum.
Í boði er
- Fjölbreytt, tæknilegt og líflegt starf
- Einstaklingsmiðuð starfsþjálfun
- Starfsþróun með skipulagðri fræðslu
- Möguleiki á að styðja við frekari starfsþjálfun með námsheimsókn/stuðning við sérnám í augnhjúkrun erlendis
- Sérhæft starfsumhverfi þar sem ríkir góður starfsandi og þverfaglegt samstarf
- Dagvinna, 40-60% starfshlutfall
Vinnuvika starfsfólks í fullri dagvinnu er nú 36 stundir. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf.