Sparisjóður Austurlands
Sparisjóður Austurlands er gamalgróið fjármálafyrirtæki sem hefur starfað síðan árið 1920. Lögð er áhersla á að veita viðskiptavinum víðtæka og persónulega þjónustu. Sparisjóðurinn lætur samfélagslega ábyrgð sig varða og veitir styrki til hinna ýmsu málefna ár hvert. Sparisjóðurinn er staðsettur í Neskaupstað og þar starfa í dag sex starfsmenn. Sparisjóður Austurlands er hluti af samstarfi fjögurra sparisjóða á Íslandi í gegnum Samband íslenskra sparisjóða. Saman mynda þeir mikilvæga heild á íslenskum fjármálamarkaði með þjónustu á landsbyggðinni.
Skrifstofustjóri - Sparisjóður Austurlands
Sparisjóður Austurlands hf. óskar eftir að ráða skrifstofusstjóra. Við leitum að metnaðarfullum einstaklingi með ríka samskipta- og forystuhæfni.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Fjármál og rekstur, þar með talin dagleg fjárstýring, bókhald og launavinnsla
- Uppgjör og ársreikningsgerð ásamt áætlunargerð
- Skýrslugerð og skil til opinberra eftirlitsaðila
- Útlán
- Samskipti við aðra sparisjóði og hagaðila
- Samskipti við endurskoðendur sjóðsins
- Skrifstofustjóri er staðgengill sparisjóðsstjóra
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfið
- Þekking og reynsla af störfum á fjármálamarkaði og áhættustýringu
- Framúrskarandi þjónustulund
- Reynsla af stjórnun og mannaforráðum
- Leiðtogafærni og hæfni í mannlegum samskiptum
- Gott vald á íslensku og ensku og færni til að tjá sig í ræðu og riti
- Umsækjandi þarf jafnframt að uppfylla hæfisskilyrði samkvæmt verklagsreglum Sparisjóðsins um hæfi og hæfismat lykilstarfsmanna Sparisjóðsins og leiðbeinandi tilmælum FME 3/2010 um hæfi lykilstarfsmanna
Auglýsing birt1. október 2024
Umsóknarfrestur20. október 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaMjög góð
EnskaMeðalhæfni
Staðsetning
Egilsbraut 21, 740 Neskaupstaður
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)
Gjaldkeri
Eignaumsjón hf
Innheimtufulltrúi
DHL Express Iceland ehf
Sérfræðingur á fjármálasviði
Taktikal
Aðalbókari Kambar byggingavörur ehf
Kambar Byggingavörur ehf
Bókhald og uppgjör
Aalborg Portland
Fjármálastjóri
Alcoa Fjarðaál
Ráðgjafi í rekstri
RML
Fjármálastjóri
Lífeyrissjóður verzlunarmanna
Team Support á Upplýsingatæknisviði
Arion banki
Deloitte leitar að ráðgjafa í áhugaverð verkefni
Deloitte
Managing Director
Baader Iceland
Backend Software Developer
Aftra