Heilbrigðisráðuneytið
Heilbrigðisráðuneytið

Skrifstofustjóri skrifstofu fjármála í heilbrigðisráðuneytin

Laust er til umsóknar embætti skrifstofustjóra skrifstofu fjármála í heilbrigðisráðuneytinu.

Leitað er að öflugum og framsæknum stjórnanda og leiðtoga. Í boði er áhugavert og fjölbreytt starf í krefjandi starfsumhverfi. Um er að ræða fullt starf.

Leitað er að einstaklingi sem er tilbúinn að takast á við áhugaverð og fjölbreytt verkefni á verkefnasviði ráðuneytisins, þar sem reynir á samstarf, öguð vinnubrögð, sveigjanleika, ábyrgð og sjálfstæði.

Skrifstofustjóri er hluti af stjórnendateymi heilbrigðisráðuneytisins og heyrir undir ráðuneytisstjóra.

Um 65 sérfræðingar skipa starfslið heilbrigðisráðuneytisins. Heilbrigðisráðuneytið fer með ríflega 400 milljarða króna skv. fjárlögum eða tæplega þriðjung af ríkisútgjöldum. Undir ráðuneytið heyra allar heilbrigðisstofnanir ríkisins, kaup á heilbrigðisþjónustu af opinberum- og einkaaðilum í gegnum Sjúkratryggingar Íslands.

Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins hafa gert.

Heilbrigðisráðherra skipar í embættið til fimm ára í senn. Ráðherra skipar hæfnisnefnd, skv. reglum nr. 393/2012 um ráðgefandi nefndir til að meta hæfi umsækjenda um embættið. Um embættið gilda lög nr. 115/2011 um Stjórnarráð Íslands og lög nr. 70/1996 um réttindi og skyldur ríkisstarfsmanna.

Umsóknum skal fylgja starfsferilsskrá og ítarlegt kynningarbréf með rökstuðningi um færni viðkomandi til að gegna embættinu.

Nánari upplýsingar veita Ásta Valdimarsdóttir, ráðuneytisstjóri, og Kristín Helgadóttir, mannauðsstjóri.

Umsóknarfrestur er til og með 28. október 2024, sótt er um starfið á starfatorg.is.

Helstu verkefni og ábyrgð

Skrifstofan ber ábyrgð á gerð fjármálaáætlunar, fjárlaga og rekstrar- og framkvæmdaáætlana. Þá hefur skrifstofan eftirlit með framkvæmd fjárlaga og heildaryfirsýn yfir fjármál og rekstur allra stofnana er heyra undir ráðuneytið, yfirsýn tryggingarliða og annarra viðfangsefna á sviði heilbrigðismála. Skrifstofan leggur mat á hagkvæmni verkefna og kostnað sem kann að hljótast af lagafrumvörpum fyrir ríkissjóð.

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun og framhaldsmenntun sem nýtist í starfi.
  • Leiðtogahæfni og mjög góð samskiptafærni.
  • Þekking og reynsla af opinberum fjármálum. 
  • Þekking og reynsla á sviði rekstrar og fjármála.
  • Mjög góð greiningarhæfni.
  • Þekking og reynsla af áætlanagerð og opinberri stjórnsýslu.
  • Farsæl reynsla af stjórnun og mannaforráðum.
  • Mjög góð hæfni til að miðla upplýsingum á íslensku í mæltu og rituðu máli.
  • Góð kunnátta í ensku.
Auglýsing birt10. október 2024
Umsóknarfrestur28. október 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaFramúrskarandi
EnskaEnskaMjög góð
Staðsetning
Síðumúli 24
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.ÁætlanagerðPathCreated with Sketch.Opinber stjórnsýsla
Starfsgreinar
Starfsmerkingar