Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær

Skrifstofustjóri - Lækjarskóli 60% starf

Lækjarskóli auglýsir eftir skrifstofustjóra

Skrifstofustjóri vinnur náið með stjórnendum að fjölbreyttum verkefnum í krefjandi og metnaðarfullu starfsumhverfi. Skrifstofustjóri starfar sem aðstoðarmaður skólastjóra um almennan rekstur skólans og starfar náið með stjórnendateymi skólans.

Lækjarskóli er almennur, heildstæður, grunnskóli. Lækjarskóli er staðsettur í fallegu umhverfi við Lækinn í Hafnarfirði. Einkunnarorð Lækjarskóla eru ábyrgð, virðing og öryggi, og endurspeglast allt skólastarfið í þessum orðum. Unnið er samkvæmt SMT-skólafærni sem þýðir að áhersla er lögð á að nálgast nemendur á jákvæðan hátt, gefa góðri hegðun meiri gaum og skapa jákvæðan skólabrag.

Í Lækjarskóla fögnum við fjölbreytileikanum og áhersla er lögð á vellíðan nemenda og starfsmanna og er leiðarljós skólans ábyrgð, virðing og vellíðan.

Helstu verkefni skrifstofustjóra:

  • Umsjón og ábyrgð á daglegum rekstri skrifstofu og ber ábyrgð á samskiptum skóla við þá sem eiga erindi við hana
  • Umsýsla ráðningasamninga og samskipti við launadeild
  • Umsjón með vinnustund og starfsmannahaldi
  • Umsjón með skráningu nemenda, forfallaskráningu og skipulagi forfalla
  • Sér um skipulag og stjórnun skjalavörslu
  • Sér um pantanir á ýmsum gögnum sem nauðsynleg eru rekstri skólans
  • Önnur verkefni skv. starfslýsingu og sem yfirmaður felur starfsmanni

Menntunar – og hæfnikröfur:

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi (B.A./B.S./B.Ed gráða)
  • Áhugi á mannauðstengdum verkefnum
  • Mjög góð þekking og reynsla af skrifstofustörfum
  • Mjög góð tölvukunnátta
  • Þekking á Kjarna og Vinnustund kostur
  • Mjög góð íslenskukunnátta í ræðu og riti
  • Sveigjanleiki og geta til að vinna undir álagi
  • Frumkvæði, sjálfstæði í vinnubrögðum og skipulagshæfileikar
  • Jákvæðni og vilji til að ná árangri í starfi
  • Lipurð í samskiptum og samstarfshæfni
  • Stundvísi og samviskusemi

Skilyrði er að viðkomandi hafi hreint sakavottorð.

Umsóknarfrestur er til og með 22. desember 2023

Greinargóð ferilskrá fylgi umsókn.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Dögg Gunnarsdóttir, skólastjóri, í síma 664-5877 eða í gegnum netfangið dogg@laekjarskoli.is

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við BHM.

Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.

Auglýsing stofnuð8. desember 2023
Umsóknarfrestur22. desember 2023
Staðsetning
Sólvangsvegur 4, 220 Hafnarfjörður
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar