Menningar- og íþróttasvið Reykjavíkurborgar
Menningar- og íþróttasvið Reykjavíkurborgar
Menningar- og íþróttasvið Reykjavíkurborgar leggur rækt við mannlífið í borginni á fjölbreyttan hátt með rekstri menningarstofnanna og íþróttamannvirkja, ásamt því að styðja við grasrótina í listalífinu, íþróttum og barnamenningu. Sviðið skipuleggur hátíðir í borginni og styður við fjölmarga viðburði og hátíðir sem lífga upp á lífið í borginni allt árið um kring. Um sviðið Menningar og íþróttasvið heldur utan um rekstur borgarsafnanna; Borgarbókasafns, Listasafns Reykjavíkur, Borgarsögusafns sem og rekstur sundlauga borgarinnar, íþróttamannvirkja, hjólabrettagarða og gervigrasvalla. Skrifstofa sviðsins heldur utan um stefnumótun, þróun og faglega stjórnun þeirra fjölbreyttu þjónustu og verkefna sem unnin eru á sviðinu. Á sviðinu er víðtækt samstarf við hagsmunaaðila í lista-, íþrótta- og æskulýðsstarf. Sviðið styður við barnamenningu með fjölbreyttum hætti og styrkir þátttöku barna og unglinga í íþróttastarfi með Frístundakortinu. Umsýsla vegna funda menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs er á ábyrgð sviðsins sem og ábyrgð á að ákvarðanir ráðsins komi til framkvæmda.
Menningar- og íþróttasvið Reykjavíkurborgar

Skrifstofustjóri íþróttaborgarinnar

Reykjavíkurborg auglýsir starf skrifstofustjóra íþróttaborgarinnar á Menningar- og íþróttasviði laust til umsóknar. Um er að ræða nýtt starf á nýju sviði hjá Reykjavíkurborg. Hlutverk sviðsins er meðal annars að fylgja eftir stefnu Reykjavíkurborgar í menningar- og íþróttamálum. Sviðið hefur jafnframt umsjón með samskiptum vegna rekstrarsamninga og styrkja í menningar-, íþrótta- og tómstundamálum og er borgaryfirvöldum til faglegrar ráðgjafar í þeim málaflokkum sem undir það heyra.


Menningar- og íþróttasvið Reykjavíkurborgar leggur rækt við mannlífið í borginni á fjölbreyttan hátt með rekstri menningarstofnanna og íþróttamannvirkja, ásamt því að styðja við grasrótina í listalífinu, íþróttum og barnamenningu.


Undir sviðið heyra meðal annars, Borgarbókasafn, Listasafn Reykjavíkur, Borgarsögusafn, sundlaugar borgarinnar, Hitt Húsið, Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn, Nauthólsvík, Ylströndin, skíðasvæðin, íþróttamannvirki ásamt keppnis- og æfingavöllum á grasi og gervigrasi.


Leitað er að skapandi og metnaðarfullum leiðtoga með skýra sýn og skilning á hlutverki og mikilvægi íþróttamála í fjölbreyttu og krefjandi vinnuumhverfi. Skrifstofustjóri íþróttaborgar er einn af æðstu stjórnendum Menningar- og íþróttasviðs og tekur virkan þátt í stefnumótun og framkvæmd allrar starfsemi á vegum þess. Skrifstofustjóri sinnir verkefnum á sviði íþrótta- og lýðheilsumála og hefur umsjón með rekstri og eftirliti íþróttamannvirkja. Viðkomandi hefur jafnframt umsjón með sértækum verkefnum er varða íþrótta- og lýðheilsumála, bæði undirbúning og framkvæmd þeirra. Skrifstofustjóri stuðlar að nýbreytni og framþróun í málaflokknum í samráði við sviðsstjóra og tekur þátt í ýmsum samstarfsverkefnum þvert á deildir og svið.

Helstu verkefni og ábyrgð
Ábyrgð og eftirlit með rekstri og nýtingu íþróttamannvirkja sem Reykjavíkurborg rekur, í samvinnu við ÍBR og stjórnendur starfsstaða.
Ábyrgð á rekstri æfinga- og keppnisvalla.
Mótun íþróttastefnu, umsjón með framkvæmd og eftirfylgni í samvinnu við skrifstofu stjórnsýslu.
Ábyrgð á verklagsreglum er varða íþróttamál, þar með talið styrkjareglur.
Ábyrgð á tölfræðiupplýsingum og úrvinnslu gagna.
Þátttaka í gerð og eftirfylgni fjárhagsáætlunar fyrir íþróttaborgina.
Eftirlit með því að öryggiskröfum, lögum og reglugerðum, sem í gildi eru hverju sinni, sé framfylgt í íþróttamannvirkjum í samvinnu við öryggisstjóra.
Menntunar- og hæfniskröfur
Háskólapróf sem nýtist í starfi, framhaldsmenntun er kostur.
Árangursrík reynsla af stjórnun og rekstri, þar með talið samningagerð, áætlanagerð og kostnaðareftirliti.
Leiðtogahæfni, frumkvæði, sjálfstæði og skapandi hugsun við verkstjórn og framkvæmd verkefna.
Mikil samskiptafærni og tjáningarfærni.
Hæfni til að vinna fjölbreytt verkefni undir álagi.
Mikil færni í töluðu og rituðu máli á íslensku og ensku.
Hæfni til að koma fram á innlendum og alþjóðlegum vettvangi og miðla upplýsingum á aðgengilegan hátt.
Reynsla af greiningarvinnu, skýrsluskrifum, úrvinnslu og framsetningu flókinna upplýsinga.
Þekking á opinberri stjórnsýslu er kostur.
Auglýsing stofnuð12. maí 2023
Umsóknarfrestur1. júní 2023
Starfstegund
Staðsetning
Borgartún 12-14, 105 Reykjavík
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.