

Skrifstofustjóri íþróttaborgarinnar
Reykjavíkurborg auglýsir starf skrifstofustjóra íþróttaborgarinnar á Menningar- og íþróttasviði laust til umsóknar. Um er að ræða nýtt starf á nýju sviði hjá Reykjavíkurborg. Hlutverk sviðsins er meðal annars að fylgja eftir stefnu Reykjavíkurborgar í menningar- og íþróttamálum. Sviðið hefur jafnframt umsjón með samskiptum vegna rekstrarsamninga og styrkja í menningar-, íþrótta- og tómstundamálum og er borgaryfirvöldum til faglegrar ráðgjafar í þeim málaflokkum sem undir það heyra.
Menningar- og íþróttasvið Reykjavíkurborgar leggur rækt við mannlífið í borginni á fjölbreyttan hátt með rekstri menningarstofnanna og íþróttamannvirkja, ásamt því að styðja við grasrótina í listalífinu, íþróttum og barnamenningu.
Undir sviðið heyra meðal annars, Borgarbókasafn, Listasafn Reykjavíkur, Borgarsögusafn, sundlaugar borgarinnar, Hitt Húsið, Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn, Nauthólsvík, Ylströndin, skíðasvæðin, íþróttamannvirki ásamt keppnis- og æfingavöllum á grasi og gervigrasi.
Leitað er að skapandi og metnaðarfullum leiðtoga með skýra sýn og skilning á hlutverki og mikilvægi íþróttamála í fjölbreyttu og krefjandi vinnuumhverfi. Skrifstofustjóri íþróttaborgar er einn af æðstu stjórnendum Menningar- og íþróttasviðs og tekur virkan þátt í stefnumótun og framkvæmd allrar starfsemi á vegum þess. Skrifstofustjóri sinnir verkefnum á sviði íþrótta- og lýðheilsumála og hefur umsjón með rekstri og eftirliti íþróttamannvirkja. Viðkomandi hefur jafnframt umsjón með sértækum verkefnum er varða íþrótta- og lýðheilsumála, bæði undirbúning og framkvæmd þeirra. Skrifstofustjóri stuðlar að nýbreytni og framþróun í málaflokknum í samráði við sviðsstjóra og tekur þátt í ýmsum samstarfsverkefnum þvert á deildir og svið.











