RARIK ohf.
RARIK ohf.
RARIK ohf.

Skrifstofustjóri í Stykkishólmi

Virkjaðu krafta þína með okkur!

Við leitum að mannblendinni og talnaglöggri manneskju sem nýtur þess að vinna með fólki og efla góða vinnustaðarmenningu. Hér sameinast verkefni á sviði mannauðsmála og fjármála þar sem góður starfsandi og starfsaðstaða er forgangsverkefni. Fylgdu straumnum til okkar og virkjaðu þína krafta til framtíðar.

Helstu verkefni og ábyrgð

Skrifstofustjóri RARIK í Stykkishólmi gegnir fjölbreyttu hlutverki á Vesturlandi og er nokkurs konar fulltrúi fyrirtækisins í fjórðungnum, t.d. gagnvart samfélögum á svæðinu. Við leitum að manneskju með metnað og reynslu þegar kemur að fræðslumálum á vinnustöðum en getur jafnframt sett á sig bókhaldsgleraugun og sinnt ýmsum verkefnum á fjármálasviði.   

Skrifstofustjórar RARIK vinna fjölbreytt verkefni sem snúa að fræðslu og aðbúnaði starfsfólks og mannauðsmálum almennt. Þeir taka einnig þátt í skipulagningu viðburða og kynninga og móttöku gesta og skólahópa. Auk þess hafa skrifstofustjórar RARIK umsjón með ýmis konar uppgjörum og kostnaðarlegri ábyrgð og eftirliti og styðja við fjármálasvið á sínum svæðum. Hér er starf fyrir þau sem vilja vera inni í öllu og njóta þess að vinna með fólki.  

Menntunar- og hæfniskröfur

Við viljum fá kraftmikla og sjálfstæða manneskju sem hefur hugmyndaflug og frumkvæði til að leiða verkefni áfram. Umsækjendur ættu að hafa brennandi áhuga á því að móta jákvæða vinnustaðarmenningu og efla hag og velferð bæði starfsfólks og fyrirtækisins. Mikilvægt er að umsækjendur hafi menntun sem nýtist í starfi, reynslu af mannauðsmálum og fræðslu á vinnustöðum og gott auga fyrir tölum.  

Auglýsing birt7. október 2024
Umsóknarfrestur21. október 2024
Staðsetning
Hamraendi 2, 340 Stykkishólmur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar