Danfoss hf.
Danfoss hf.

Skrifstofustjóri - GS Country Manager

Danfoss hf leitar að metnaðarfullum og skipulögðum einstaklingi til þess að sinna fjölbreyttu starfi skrifstofustjóra (GS manager). Starfið felur meðal annars í sér umsjón með bókhaldi og greiðslu reikninga, ýmis innkaup, samskipti við launafulltrúa, eftirlit með vörulager og margt fleira. Ef þú hefur reynslu af bókhaldi og getur unnið sjálfstætt þá erum við líklega að leita að þér. Hjá Danfoss hf starfar hress og jákvæður hópur sem leggur áherslu á létt og skemmtilegt andrúmsloft í vinnunni. Við vinnum í alþjóðlegu umhverfi og erum í daglegum samskiptum við félaga okkar erlendis.

Helstu verkefni og ábyrgð

 

  • Umsjón með bókhaldi
  • Innkaup og eftirlit með vörulager
  • Greiðsla reikninga
  • Tengiliður við launafulltrúa og endurskoðendur
  • Samskipti við viðskiptavini
  • Ýmis verkefni tengd umsýslu fjármála
  • Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur

 

  • Viðurkenndur bókari, viðskiptafræði eða háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • Þekking og reynsla af færslu bókhalds
  • Almenn tölvuþekking og góð Excel kunnátta
  • Jákvætt viðmót og góð samskiptahæfni
  • Áhugi og metnaður í starfi
  • Stundvísi, nákvæmni og áreiðanleiki
  • Góð íslensku- og enskukunnátta
  • SAP þekking er kostur
  • Hreint sakavottorð
Auglýsing birt18. febrúar 2025
Umsóknarfrestur30. mars 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Skútuvogur 6, 104 Reykjavík
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar